Ingi Einarsson (Litlu-Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. apríl 2019 kl. 21:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. apríl 2019 kl. 21:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingi Einarsson (Litlu-Grund)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Ingi Einarsson frá Litlu-Grund, vinnumaður fæddist 10. júní 1918 á Eiðinu og lést 13. nóvember 1945 á Hraunbóli í V-Skaft.
Foreldrar hans voru Einar Þórðarson frá Götu í Holtum, Rang., verkamaður, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925 á Sólheimum og fyrri kona hans Ingunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1885 á Brunnum í Suðursveit, d. 18. júní 1918 á Eiði.
Fósturforeldrar Inga voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Reynivöllum neðri í Suðursveit, f. 1874, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1876, d. 12. júní 1960.


Börn Ingunnar og Einars:
1. Ásgeir Einarsson ráðsmaður, bóndi, síðan iðnverkamaður í Reykjavík, f. 14. febrúar 1907 á Horni í Bjarnanessókn í A-Skaft., d. 23. desember 1983.
2. Óskar Hafsteinn Einarsson, f. 6. september 1908 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 27. nóvember 1932.
3. Nanna Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. janúar 1910 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 3. janúar 1997. Hún var alin upp á Skeggjastöðum í Gerðahreppi hjá Guðnýju Gísladóttur og Guðmundi Guðmundssyni skósmið.
4. Guðlaug Lovísa Einarsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfirði, f. 14. janúar 1911 á Gjábakka, síðast á Árbliki í Fáskrúðsfirði, d. 16. maí 1993.
5. Helga Einarsdóttir húsfreyja á bænum Berufirði í Berufirði, S-Múl., f. 10. október 1912 á Nýlendu, d. 13. febrúar 1993.
6. Páll Vídalín Einarsson bifreiðastjóri, f. 20. nóvember 1914 á Kirkjubæ, d. 13. desember 1988.
7. Svanhvít Kristín Einarsdóttir vinnukona, f. 18. desember 1916 í París, d. 20. maí 1934.
8. Kristinn Ingi Einarsson, f. 10. júní 1918 á Eiðinu, d. 13. nóvember 1945. Hann var fóstraður hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur á Reynivöllum í Suðursveit, A-Skaft., bjó síðast á Hraunbóli í V-Skaft.

Börn Einars Þórðarsonar og Guðrúnar Gísladóttur, síðari konu hans og hálfsystkini Inga:
9. Sveinbjörn Þórarinn Einarsson bifreiðastjóri, f. 19. júlí 1919 á Jaðri, d. 8. desember 1995.
10. Þuríður Einarsdóttir, f. 15. september 1920 á Litlu-Grund, dó óskírð, en nefnd.
11. Þuríður Einarsdóttir, f. 22. maí 1922 á Litlu-Grund, síðar húsfreyja í Reykjavík, d. 14. mars 1992.
12. Ingunn Eyrún Einarsdóttir, f. 28. júní 1925 á Litlu-Grund, finnst ekki síðan og mun hafa dáið ung.

Móðir Inga dó af fæðingu hans.
Hann var með föður sínum og Guðrúnu síðari konu hans á Litlu-Grund 1920, en sendur i fóstur og alinn upp hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur húsfreyju á Reynivöllum í Suðursveit, A-Skaft.
Hann kom að Hörgslandi á Síðu 1937, var vinnumaður þar 1937-1938, á Breiðabólstað þar 1938-1940. Þá fór hann til Reykjavíkur, en koma þaðan að Hraunbóli og var þar vinnumaður til æviloka 1945.
Ingi var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.