Einar Þórðarson (Litlu-Grund)
Einar Þórðarson verkamaður frá Götu í Holtum fæddist 9. júní 1882 og lést 12. febrúar 1925.
Foreldrar hans voru Þórður Einarsson bóndi í Götu, f. 27. apríl 1832 í Stöðulkoti í Þykkvabæ, d. 18. maí 1898 í Bakkakoti og síðari kona, sambýliskona hans Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, síðar í Hlaðbæ, en síðast í Reykjavík, f. 8. september 1852 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, d. 31. maí 1935.
Börn Þuríðar og Þórðar - í Eyjum:
1. Guðjón Þórðarson útgerðarmaður í Heklu, f. 16. september 1879, d. 10. apríl 1957.
2. Einar Þórðarson, verkamaður, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925.
3. Stefán Þórðarson sjómaður, formaður í Hlaðbæ 1910, síðar eftirlitsmaður í Reykjavík, f. 18. apríl 1886, d. 10. nóvember 1968.
Einar var niðursetningur á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum 1890, var vinnumaður í Gerðakoti á Miðnesi á Reykjanesi 1901.
Hann var í Hvammi í Fáskrúðsfirði 1903, er hann fluttist að Horni í A-Skaft. Þar var Ingunn og ól Ásgeir þar 1907.
Hann var á Strönd í Stöðvarfirði með Ingunni, þegar Óskar Hafsteinn fæddist þar 1908. Þar fæddist Nanna 1910 og var send í fóstur að Garðstöðum í Útskálasókn. Þar var hún nýfædd 1910.
Einar fluttist frá Fáskrúðsfirði að Hvammi í Eyjum 1910, en Ingunn fluttist með Ásgeir og Óskar Hafstein frá Hafranesi í Fáskrúðsfirði að Gjábakka sama ár. Þau bjuggu á Gjábakka 1911, Nýlendu 1912, Kirkjubæ 1914, í París 1916, á Eiðinu 1917 og 1918 og Kristinn Ingi fæddist þar 1918. Þau eignuðust fimm börn í Eyjum.
Ingunn lést á Eiðinu 1918, rúmri viku eftir barnsfæðingu, 32 ára.
Einar bjó með Guðrúnu í Sæmundarhjalli 1918, á Litlu-Grund 1919.
Þau eignuðust Sveinbjörn Þórarinn á Jaðri 1919,
bjuggu á Litlu-Grund 1920 með Kristin Inga son Einars, Sveinbjörn Þórarin og Þuríði börn sín. Þuríður dó óskírð og dánardægurs er ekki getið í pr.þj.bók.
Þau eignuðust aðra Þuríði 1922 á Litlu-Grund og Ingunni Eyrúnu 1925, en hún mun hafa dáið ungbarn.
Einar lést 1925 á Sólheimum og Guðrún síðar á því ári á Litlu-Löndum.
I. Kona Einars var Ingunn Jónsdóttir, f. 4. júlí 1885 á Brunnum í Suðursveit, d. 18. júní 1918 á Eiði.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Einarsson ráðsmaður á Kálfafellsstað í A-Skaft., síðar verkamaður í Reykjavík, f. 14. febrúar 1907 á Horni í Bjarnanessókn í A-Skaft., d. 23. desember 1983.
2. Óskar Hafsteinn Einarsson, f. 6. september 1908 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 27. nóvember 1932. Hann var í fóstri hjá Stefáni föðurbróður sínum á Vilborgarstöðum 1910, hjá Sigurði Jónssyni móðurbróður sínum á Krossalandi í Lóni 1920.
3. Nanna Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. janúar 1910 á Strönd í Stöðvarfirði, d. 3. janúar 1997. Hún var alin upp á Skeggjastöðum í Gerðahreppi hjá Guðnýju Gísladóttur og Guðmundi Guðmundssyni skósmið.
4. Guðlaug Lovísa Einarsdóttir, f. 14. janúar 1911 á Gjábakka, síðast í Árbliki í Fáskrúðsfirði, d. 16. maí 1993. Hún var fósturbarn á Kirkjubóli 1920.
5. Helga Einarsdóttir, f. 10. október 1912 á Nýlendu, d. 13. febrúar 1993. Hún var í fóstri á Felli í Breiðdal 1920 hjá Guðlaugu Helgu Þorgrímsdóttur og Árna-Birni Guðmundssyni. Hún bjó síðast á Berufirði.
6. Páll Vídalín Einarsson bifreiðastjóri, f. 20. nóvember 1914 á Kirkjubæ, d. 13. desember 1988. Hann var í fóstri hjá ekkjunni ömmu sinni á Krossalandi í Lóni 1920, bjó síðast á Höfn við Hornafjörð.
7. Svanhvít Kristín Einarsdóttir, f. 18. desember 1916 í París, d. 20. maí 1934. Hún var fóstruð á Heklu hjá Guðjóni föðurbróður sínum og konu hans Valgerði Þorvaldsdóttur, var vinnukona hjá Sigurði Gunnarssyni og Sigríði Geirsdóttur á Heimagötu 25 1930, bjó síðast á Heklu.
8. Kristinn Ingi Einarsson, f. 10. júní 1918 á Eiðinu, d. 13. nóvember 1945. Hann var fóstraður hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur á Reynivöllum í Suðursveit, A-Skaft., bjó síðast á Hraunbóli í V-Skaft.
II. Sambýliskona Einars var Guðrún Gísladóttir, f. 18. mars 1891 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 12. nóvember 1925 á Litlu-Löndum.
Börn þeirra voru:
1. Sveinbjörn Þórarinn Einarsson, f. 19. júlí 1919 á Jaðri. Hann fór í fóstur að Skála u. Eyjafjöll eftir lát foreldra sinna 1925. Fósturforeldrar hans voru Gísli Jónsson bóndi og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja. Hann var vinnumaður í Skála u. Eyjafjöllum, síðast bifreiðastjóri í Reykjavík, d. 8. desember 1995.
2. Þuríður Einarsdóttir, f. 15. september 1920 á Litlu-Grund, dó óskírð, en nefnd.
3. Þuríður Einarsdóttir, f. 22. maí 1922 á Litlu-Grund, síðar húsfreyja í Reykjavík, d. 14. mars 1992. Hún fór í fóstur að Núpi u. Eyjafjöllum eftir lát foreldra sinna 1925. Fósturforeldrar hennar voru Magnús Andrésson bóndi og Hafliðína Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja. Sambúðarmaður hennar Björgvin Bjarnason verkamaður.
4. Ingunn Eyrún Einarsdóttir, f. 28. júní 1925 á Litlu-Grund, finnst ekki síðan og mun hafa dáið ung.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.