Jónas Jónsson (Múla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2019 kl. 09:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2019 kl. 09:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónas Jónsson frá Stóru-Tungu í Bárðardal, S-Þing., útgerðarmaður, sjómaður, fiskimatsmaður á Múla, fæddist 6. júlí 1869 og lést 28. nóvember 1951.
Foreldrar hans voru Jón Guttormsson bóndi, f. 1833, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1835.

Jónas var með foreldrum sínum í barnæsku, á Hafralæk 1880, var vinnumaður á Skútustöðum 1890.
Þau Margrét giftu sig u. Eyjafjöllum 1894, eignuðust Jón í Berjanesi þar 1895.
Þau fluttust frá Berjanesi til Eyja 1899, voru vinnufólk í Hlíðarhúsi 1901, eignuðust Kristján þar 1902.
Þeir Vilhjálmur Ólafsson byggðu Múla 1903 og þar fæddist Karl Gunnar 1905.
Þau Margrét skildu og hún var vinnukona hjá Magnúsi Þórðarsyni í Langa-Hvammi 1906 með Karl Gunnar son þeirra Jónasar á 2. ári, en Jónas var með Jón og Kristján syni þeirra á Múla.
Jónas bjó með Kristínu Jónsdóttur bústýru sinni á Múla 1910. Þau eignuðust tvíburana Bergstein og Kjartan 1912.
Þau misstu Kjartan 1918.
Þau Kristín bjuggu á Múla 1920 með þrjú börn Jónasar frá fyrra hjónabandi og Bergstinn son sinn. Einnig bjó hjá þeim Kristín Jónsdóttir móðir Kristínar húsfreyju. Hún hafði flust til Eyja frá Skála u. Eyjafjöllum 1911.
Þau bjuggu á Múla til dánardægurs. Jónas lést 1951 og Kristín 1954.

Jónas var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (19. október 1894, skildu), var Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, verkakona frá Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, f. 10. desember 1969, d. 2. október 1950.

Börn þeirra:
1. Jón Jónasson útgerðarmaður, verkamaður, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1970.
2. Kristján Jónasson vélstjóri, f. 28. júlí 1902 í Hlíðarhúsi, d. 14. júlí 1976.
3. Karl Gunnar Jónasson loftskeytamaður, f. 28. febrúar 1905 á Múla, d. 25. júlí 1934.

II. Síðari kona Jónasar, (24. maí 1914), var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1869 í Skála u. Eyjafjöllum, d. 10. september 1954.
Börn þeirra voru tvíburarnir
4. Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, f. 17. desember 1912, d. 2. júlí 1996.
5. Kjartan Jónasson, f. 17. desember 1912, d. 26. nóvember 1918.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.