Lára Kristmundsdóttir
Lára Kristmundsdóttir á Grund og víðar í Eyjum, húsfreyja fæddist 18. nóvember 1896 á Melstað í Reykjavík og lést 23. janúar 1957.
Foreldrar hennar voru Kristmundur Bjarnason frá Hafnarfirði, sjómaður á Seyðisfirði, síðar sjómaður og innheimtumaður í Reykjavík, f. 14. desember 1871, d. 5. janúar 1954, og kona hans Margrét Jórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1873 á Lambhól í Reykjavík, d. 30. júní 1953.
Lára var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Árnahúsi á Seyðisfirði 1901, í barnaskólanum þar 1910.
Þau Þorgils fluttust til Eyja 1919, giftu sig 1920, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Hvoli eldra við giftingu, á Vesturhúsum eystri við fæðingu Baldurs 1921 og Ara 1922, á Heiði 1925 og við fæðingu Grétars 1926, á Hofi 1927, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 1930, á Hásteinsvegi 15 við fæðingu Jóns Ingva 1931, á Sólbergi við Faxastíg 3 1934, á Vesturhúsum við fæðingu Hauks 1938, aftur á Sólbergi 1940 og 1945, en komin á Grund 1949 og bjuggu þar til dánardægurs, Láru 1957 og Þorgils 1965.
I. Maður Láru, (15. maí 1920), var Þorgils Guðni Þorgilsson frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, A-Skaft., verslunarmaður, aflestrarmaður, f. 2. desember 1885, d. 30. desember 1965.
Börn Láru og Þorgils voru:
1. Baldur Þorgilsson verslunarmaður, f. 27. febrúar 1921 á Vesturhúsum, d. 1. júní 1985. Kona hans, (skildu), var Rakel Jóhanna Sigurðardóttir.
2. Ari Þorgilsson vélstjóri, tímavörður, f. 12. júlí 1922 á Vesturhúsum, d. 24. ágúst 1981. Kona hans var Þorbjörg Sveinsdóttir.
3. Grétar Þorgilsson skipstjóri, f. 19. mars 1926 á Heiði. Kona hans er Þórunn Pálsdóttir.
4. Jón Þorgilsson, f. 11. janúar 1931 á Hásteinsvegi 15, d. 19. febrúar 1988. Kona hans var Anna Fríða Stefánsdóttir.
5. Haukur Þorgilsson, f. 23. maí 1938 á Vesturhúsum, d. 23. maí 2014. Kona hans var Ingunn Helga Sturlaugsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Fólk fætt á 19. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar á Hvoli við Heimagötu
- Íbúar á Heiði
- Íbúar á Vesturhúsum
- Íbúar á Hofi
- Íbúar í Langa-Hvammi
- Íbúar við Hásteinsveg
- Íbúar á Sólbergi
- Íbúar á Grund
- Íbúar við Heimagötu
- Íbúar við Brekastíg
- Íbúar við Ásaveg
- Íbúar við Landagötu
- Íbúar við Kirkjuveg