Ingibjörg Stefánsdóttir (Geirlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. janúar 2019 kl. 17:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. janúar 2019 kl. 17:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingibjörg Stefánsdóttir (Geirlandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir.

Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 27. október 1913 á Geirlandi og lést lést 28. febrúar 2007 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Stefán Þórðarson frá Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum, formaður, eftirlitsmaður f. 18. apríl 1886, d.10. nóvember 1967 og kona hans Þorgerður Árnadóttir frá Borgarfirði eystra, f. 3. júní 1887, d. 25. júní 1962,

Börn Þuríðar og Stefáns voru:
1. Árni Þórður Stefánsson bifvélavirki í Reykjavík, verkstjóri, f. 11. september 1911 í Hlaðbæ, d. 12. maí 1982.
2. Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. desember 1913 á Geirlandi, d. 28. febrúar 2007.
3. Þórhallur Ragnar Stefánsson, f. 4. nóvember 1915 í Bakkagerði á Borgarfirði eystra, d. 4. október 1988.
4. Ragnheiður Stefánsdóttir húsfreyja , skrifstofumaður í Reykjavík, f. þar 27. apríl 1930, d. 3. júlí 2018.
Fósturbarn þeirra 1910 var
5. Óskar Hafsteinn Einarsson, sonur Einars bróður Stefáns, f. 6. september 1908 á Strönd í Stöðvarsókn í S-Múl, d. 27. nóvember 1932. Hann fór í fóstur til Sigurðar Jónssonar móðurbróður síns á Krossalandi í Lóni.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Geirlandi 1913 og 1914. Þau fluttust til Borgarfjarðar eystri 1914, voru í Bakkagerði þar 1915 og á Glettinganesi 1920, fluttust til Reykjavíkur 1927, bjuggu á Hverfisgötu 64a 1930.
Ingibjörg lærði saumaiðn og vann við hana heima og á saumastofu Kjörgarðs. Einnig vann hún afgreiðslustörf í mjólkurverslun
Þau Guðmundur giftu sig 1939, eignuðust tvö börn, bjuggu lengst í Skipasundi 52.
Guðmundur lést 1996 og Ingibjörg 2007.

I. Maður Þuríðar Ingibjargar var Guðmundur Jónsson frá Álftanesi, trésmiður, bifreiðastjóri, f. 12. nóv. 1908, 12. sept. 1996.
Börn þeirra:
1. Þorgerður Stefanía Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1941. Maður hennar er Jón Friðrik Steindórsson.
2. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. febrúar 1945. Maður hennar er Ásmundur Stefánsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.