Árni Þ. Stefánsson (Hlaðbæ)
Árni Þórður Stefánsson frá Hlaðbæ, bifvélavirki, verkstjóri, ferðamálafrömuður í Reykjavík fæddist 11. september 1911 í Hlaðbæ og lést 12. maí 1982.
Foreldrar hans voru Stefán Þórðarson frá Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum, formaður, eftirlitsmaður f. 18. apríl 1886, d.10. nóvember 1967 og kona hans Þorgerður Árnadóttir frá Borgarfirði eystra, húsfreyja, saumakona, f. 3. júní 1887, d. 25. júní 1962,
Börn Þuríðar og Stefáns voru:
1. Árni Þórður Stefánsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 11. september 1911 í Hlaðbæ, d. 12. maí 1982.
2. Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. desember 1913 á Geirlandi, d. 28. febrúar 2007.
3. Þórhallur Ragnar Stefánsson, f. 4. nóvember 1915 í Bakkagerði á Borgarfirði eystra, d. 4. október 1988.
4. Ragnheiður Stefánsdóttir húsfreyja , skrifstofumaður í Reykjavík, f. þar 27. apríl 1930, d. 3. júlí 2018.
Fósturbarn þeirra 1910 var
5. Óskar Hafsteinn Einarsson, sonur Einars bróður Stefáns, f. 6. september 1908 á Strönd í Stöðvarsókn í S-Múl, d. 27. nóvember 1932. Hann fór síðar í fóstur til Sigurðar Jónssonar móðurbróður síns á Krossalandi í Lóni.
Árni var með foreldrum sínum í æsku í Hlaðbæ og á Geirlandi, fluttist með þeim til Borgarfjarðar eystra 1914. Þau voru í Bakkagerði þar 1915 og á Glettinganesi 1920, fluttu til Reykjavíkur 1927.
Árni lærði bifvélavirkjun og vann um áratuga skeið á verkstæði Egils Vilhjálmssonar, lengi verkstjóri þar.
Hann ferðaðist mikið um landið, smíðaði snjóbíl, sem mikið var notaður og var oft í fylgd jarðfræðinga og annarra vísindamanna. Þannig tók hann þátt í fransk-íslenska leiðangrinum á Vatnajökul ásamt Sigurjóni Rist og Jóni Eyþórssyni. Þá kleif hann Heklu með
Sigurði Þórarinssyni og Einari Sæmundsen, er hún var í mestum ham. Hann stjórnaði leit að flugvélinni Geysi á austurhluta Vatnajökuls svo fátt sé nefnt.
Árni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðfinna Guðmundsdóttir. Þau eignuðust eitt barn.
Síðari kona hans var Sigríður Ólafsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.
Árni Þórður lést 1982.
Árni var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1910, d. 5. desember 1968.
Barn þeirra:
1. Stefán Árnason kennari, f. 29. mars 1944. Fyrri kona hans var Þórhildur Jónasdóttir, látin. Síðari kona Stefáns er Marsibil Ólafsdóttir.
II. Síðari kona Árna var Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. apríl 1912, d. 9. júní 1991.
Börn þeirra:
2. Þorgerður Árnadóttir náttúrufræðingur, dr. í veirufræði, kennari, f. 13. maí 1952. Maður hennar er Svavar Sigmundsson.
3. Einfríður Árnadóttir röntgenlæknir, f. 20. maí 1956.
Maður hennar er Lars Bertil Christer Magnusson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Einfríður.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 22. maí 1982. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.