Jóhanna Jónsdóttir (Hrauni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. september 2018 kl. 19:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. september 2018 kl. 19:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Jónsdóttir frá Hrauni, húsfreyja í Reykjavík fæddist 16. ágúst 1887 og lést 20. mars 1974.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson á Vilborgarstöðum og Hrauni, bóndi, útgerðarmaður, bókavörður, f. 26. mars 1851, d. 3. ágúst 1924 og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1850, d. 15. mars 1903.

Börn Þórunnar og Jóns:
1. Ísleifur Jónsson vinnumaður, f. 14. febrúar 1878, d. 31. ágúst 1896, fórst í jarðskjálftunum.
2. Þorsteinn Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri í Laufási, f. 14. október 1880, d. 25. mars 1965.
3. Einar Jónsson vinnumaður á Krossi í Landeyjum, f. 23. janúar 1883, í apríl 1903, ókvæntur.
4. Sigrún Jónsdóttir húsfreyja á Melstað, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978.
5. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. ágúst 1887, d. 20. mars 1974.
6. Sigurður Jónsson, f. 4. október 1892, d. 13. október 1892.
7. Drengur, f. andvana 28. desember 1897.

Jóhanna var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum og Hrauni í bernsku. Hún fór vinnukona að Árgilsstöðum í Rang. 1904, kom 1910 að Teigi í Fljótshlíð og var þar hjú, en dvaldi á Sámsstöðum við manntalið.
Hún giftist Ara frá Heylæk og var húsfreyja í Jórvík í Flóa 1920 með Ara og börnunum Ísleifi og Guðmundi.
Þau fluttust til Eyja 1924 og bjuggu í Laufási, húsi Þorsteins bróður Jóhönnu.
Í Eyjum hóf Ari sjómennsku og útgerð.
Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1930 og bjó á Freyjugötu 4 1930. Ari stundaði fisksölu.
Ari lést 1966 og Jóhanna 1974.

I. Maður Jóhönnu var Ari Magnússon frá Heylæk í Fljótshlíð, sjómaður, útgerðarmaður, fiskkaupmaður, f. þar 1. september 1890, d. 12. apríl 1966. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson bóndi, f. 8. október 1858, d. 7. júní 1940, og kona hans Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1860, d. 2. nóvember 1916.
Börn þeirra:
1. Ísleifur Arason járnsmiður í Reykjavík, f. 6. ágúst 1913 á Heylæk, d. 27. febrúar 1995. Kona hans var Klara Karlsdóttir frá Stóru-Breiðavík við Reyðarfjörð, húsfreyja
2. Guðmundur Arason skipasmíðameistari, forstjóri, kaupmaður, hnefaleikakappi, f. 17. mars 1919 á Heylæk, d. 27. maí 2008. Kona hans var Rannveig Þórðardóttir frá Reykjavík, húsfreyja.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.