Jón Magnússon (formaður)
Jón Magnússon, Vallartúni, fæddist 10. október 1889 að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og lést 3. desember 1964 á Húsavík. Foreldrar hans voru Magnús Eyjólfsson og Guðlaug Guðmundsdóttir. Einkadóttir Jóns var Sigrún, búsett á Húsavík.
Hann byrjaði að róa á árabát með Ísleifi á Kirkjubæ. Jón hóf formennsku árið 1910 á Ísak og var formaður til ársins 1940 á hinum ýmsu bátum. Hann átti fjóða hlut í Braga og stýrði honum í 11 vertíðir. Jón var afburðagóður fjallamaður og kjarkmikill.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.