Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970/ Vetrarvertíðin 1970

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. mars 2018 kl. 13:08 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. mars 2018 kl. 13:08 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Vetrarvertíðin 1970


VETRARVERTÍÐIN 1970 er ein af stórvertíðum á miðum hér við land. Var afli afburðagóður og meiri bolfisk- og loðnuafli en nokkru sinni fyrr á öllu svæðinu frá Hornafirði til Vestfjarða.
Vertíðina einkenndi gott tíðarfar, jöfn og góð sókn og ágætis afli á línu og í net og mokafli af loðnu.
Margir bátar drógu út strax 2. janúar, en fyrir Vestmannaeyjaflotann byrjaði árið giftusamlega, er Halkion VE 205, sem hafði í rúman hálfan mánuð legið í strandi á Meðallandsfjöru, sigldi til hafnar á nýársdagsmorgun. Náðist báturinn út á gamlaárskvöld, en hann hafði í ofsaveðri rekið upp með bæði akkeri úti, eftir að hann fékk í skrúfuna þarna úti fyrir.
Björg VE hafði fyrst báta lagt net á milli jóla og nýárs, en um miðjan janúar voru 5 bátar komnir á net, 15 voru á trolli, 9 á línu.
Afli var strax góður, t. d. fékk Kópur viku af janúar 30 tn. í botnvörpu út af Skarðsfjöru, línubátar öfluðu vel, 8-9 tonn í róðri austur frá.
Stærri bátarnir bjuggu sig á loðnu. Varð biðin eftir loðnunni löng. Til mótmælaaðgerða kom vegna verðákvörðunar verðjöfnunarsjóðs. Flotinn bjó sig undir veiði út af Austfjörðum, en sú von brást.
Tíð var rysjótt síðari hluta janúar, þó var mánuðurinn mildur, en miklar hafáttir og iðulega haugasjór og brim. Afli var misjafn. Hörmuleg slys urðu þá fyrir Vestfjörðum og á Stokkseyri.
Er vika var af febrúar glæddist verulega afli í net og var það einkum ufsi; fengu sumir báta rúm 20 tonn í sjóferð.
Skiptu bátar almennt yfir á net og voru í lok febrúar 31 bátur með net, en flestir urðu netabátar 42, í aprílmánuði. Tveir bátar, Öðlingur og Sigurfari, héldu þó áfram á línu og fiskuðu prýðilega. Með Öðling var einn reyndasti og elsti formaður Eyjaflotans, Elías Sveinsson í Varmadal, en með Sigurfara ungur formaður á sinni fyrstu vetrarvertíð, Sigurður Kristinsson, ættaður frá Eyrarbakka. Öðlingur var með línu til marsloka og aflaði 256 tonn á línuna, en Sigurfari til 10. apríl og hafði þá fengið 365 tonn á línu. Afli var tregur allan fyrri hluta vertíðar í botnvörpu og frá 15. febrúar til 15. mars fengu 23 trollbátar 960 tonn, en línubátarnir tveir um 300 tonn á sama tíma. Binni í Gröf, sá frábæri afla- og sjómaður, var sem fyrri daginn harður og náði oft góðum túrum, þó að afli í trollið væri almennt tregur. Binni tók þorsknót í lok vertíðar og tapaði afla á því, fékk 18 tonn í nótina; en á sama tíma glæddist afli í trollið.
Aðfaranótt 7. febrúar gekk ofsalegt suðvestan veður yfir landið. Fór saman djúp lægð og stórstraumur. Urðu mikil flóð á Suðurnesjum og í Reykjavík, sem olli skemmdum og tjóni. Til Reykjavíkur kom þýzkur skutrogari með ótrúlega knúsaða brú. Fékk skipið á sig sjó út af Reykjanesi og lagðist brúin bókstaflega saman og biðu 3 menn bana. Ekki gerði veður þetta skaða á Eyjamiðum.
Um miðjan febrúar lágu loðnubátar enn inni og biðu loðnunnar, voru þeir margir orðnir órólegir og tóku sumir netin. Veiddist síðari hluta febrúar óhemjumikið af ufsa hér djúpt úti í kanti; á landsuður. Öfluðu margir bátar mjög vel, t. d. Hamraberg, og 19. febrúar fékk Stígandi 50 tonn þarna. Blámaðurinn var þó brellinn sem fyrri daginn og næsta dag fékk Stígandi 2 tonn á sömu slóðum.
Sumir loðnubáta lentu á öfugu róli, er þeir skiptu yfir á netin, þó hafði Halkion rúm 50 tonn í netin áður en loðnan kom á miðin.
Hinn 25. febrúar fannst svo loðnan út af Stokksnesi og kom Ófeigur II. með fyrstu loðnuna til Eyja 26. febrúar. Var úr þessu geysilega góð loðnuveiði og varð loðnuvertíðin er lauk, sú bezta, sem hér hefur verið. Vestmannaeyjar voru langhæsta löndunarhöfnin og þó að hér sé meira þróarrými en annars staðar, varð að grípa til þess neyðarúrræðis að keyra loðnu í hraunið. Eru Vestmannaeyjar vel settar með sín afkastamikil atvinnutæki. Afkastageta Fiskimjölsverksmiðjunnar er 1200 tonn á sólarhring, en FES 800 tonn. Fyrstu vikuna bárust 19000 tonn á land hér í Eyjum og 10. mars hafði verið tekið á móti 33.000 tonnum; 16. marz 54.000 tn. Samtals efluðust 191 þús. lestir af loðnu, en í fyrra 166.500. Voru Vestmannaeyjar langhæsta löndunarhöfnin með 74.200 tonn, þá Eskifjörður með 29.000 lestir. Í Hornafirði var landað 10.500 lestum, en þar var reist verksmiðja í vetur. Verðmæti loðnuaflans upp úr sjó var ca. 190 milljónir króna.
Á sama tíma og loðnunni var mokað upp var bolfiskafli í tregara lagi og héldu margir sjómenn því fram, að hin mikla loðnuveiði hefði skaðvænleg áhrif á göngur þorsksins vegna ætisleysis. Sem betur fer reyndist sá ótti ástæðulaus eins og aflahrotan, er hófst af krafti eftir 10. apríl, sýndi. Gagngerðra rannsókna á þessu sviði er þó mikil þörf.
Þó að mest af loðnunni færi í bræðslu, þá var nokkuð fryst til manneldis, og keyptu Japanir 1000 lestir af frystri loðnu, 50 til 80% loðnunnar til Japana verður að vera hrygna og þarf því að vanda vel til frystingar. Hér í Vestmannaeyjum voru fryst 402 tonn.
Vegna beituvandræða var talsvert mikið magn af loðnu flutt jafnóðum með flugvélum til hafna í Faxaflóa og Breiðafirði og munu 15 til 20 tonn hafa verið flutt þannig.
Bolfiskaflinn í mars var misjafn. Alltaf settu þó bátar öðru hverju í góðan róður og í lok mánaðarins voru 7 bátar komnir með yfir 500 tonna afla. Einn besti afladagur vertíðarinnar var 26. mars, sem var skírdagur. Ekki var sjóveður fyrr en seint á miðvikudaginn 25. marz, en á skírdag bárust um 1300 tonn á land. Þann dag tvísótti Hilmar á Sæbjörgu og fékk 95 tonn. Reyndar var þessi dagur mikill merkisdagur í sögu Vestmannaeyinga og annarra landsmanna, en þá voru 50 ár liðin frá því er fyrsta varðskip og björgunarskip Íslendinga — Þór -skip Björgunarfélags Vestmannaeyja, kom til Eyja. Vestmannaeyjaflotinn hélt því vel upp á afmælið.
Afli tregaðist þó afrur, var skárstur á Karganum; 20 tn. í róðri. Þegar vika var af apríl hófst svo „hrotan“, og var þá fiskur um allan sjó og afli almennt 20 til 30 tonn og allt að 50 tonn í róðri. Bátar voru mikið á svæðinu inn og vestur af Dröngum, á Ólafsvöllum, Trintunum og á Þjórsárhrauni. Einnig var ágætur afli á nærliggjandi heimamiðum við Ebenesarklakka, Drangahraunið og við Brekann. Fengu Emil Andersen á Júlíu og Guðjón á Hrauney ágætan afla þarna.
Einna skarpastur dagur aflahrotunnar var 13. apríl, bárust þá 1300 tonn á land.
Tíðarfar var mjög gott og brátt varð allt bókstaflega á kafi í fiski. Að venju dró nokkuð úr hrotunni, en allan aprílmánuð var afli ágætur. Gekk fiskur vestur um og fiskuðu bátar mjög vel grunnt út af Stokkseyri, t. d. fékk fiskikóngurinn Óskar á Leó 19. apríl 50 tonn þarna og fór þar með upp fyrir Kristbjörgu með afla, sem fram til þess tíma hafði verið hæsti bátur alla vertíðina. Lenti Sveinn á Kristbjörgu á öfugu róli þessa góðu og miklu afladaga, gerði hann rispu austur og tapaði dýrmætu forskoti. Eins og Björn Guðmundsson sagði í sínum skemmtilega og sérstæða rabbdálki „Neðan frá sjó" sótti Óskar á Leó hægt og bítandi á. Var alla vertíðina sérstaklega jafnt og gott fiskiri á Óskari, brást honum varla róður og fiskaði Leó í net alla vertíðina. Miðvikudaginn 15. apríl höfðu 4 bátar aflað yfir 800 tonn. Var þá aflaskýrslan þannig:

Kristbjörg 946 tonn
Leó 902 tonn
Sæbjörg 890 tonn
Andvari 815 tonn
Kópur 900 tonn

Viku síðar var Leó með um 1100 tonn, þá Sæ-björg með 1063 tonn og Kristbjörg með 1000 tonn. Var því mikið kapp cg spenningur meðal allra um hver yrði aflahæstur og fer ekki milli mála að hér í Vestmannaeyjum er nú hópur frá-bærra aflamanna. Ortröð var mikil á miðunum og netaeyðsla mikil. Sumir bátar voru enda með óhóflegan netafjölda. AIls ekki er þar með sagt að það hafi verið þeir aflahæstu. Alag á sjómenn á netaver-tíð er geysilega mikið og ekki nema fyrir unga og þrekmikla menn að standa í þessu erfiði. Væri ekki ósanngjarnt að skiptaprósenta til há-seta hækkaði, þegar bátar hafa yfir ákveðinn fjölda neta í sjó. En það er augljóst mál, að vinn-an er þá mun meiri hvort sem kemur fiskur úr sjó eða ekki. Ákjósanlegt væri vegna vöruvönd-unar að meiri munur væri á góðum fiski og lé-legum, en nýting í vinnslu er ákaflega mismun-andi eftir hráefnisgæðum. I lok apríl fengu nokkrir nótabátanna við-bragð; mestan afla í nót fékk Huginn, eða 140 tonn. Eftir 1. maí var orðið mjög „lokalegt" og bát-ar almennt að taka upp netin. Togbátar gerðu þó góða túra og Kópurinn endaði vertíðina með 40 tonna tíir austur að Ingólfshöfða hinn 14. maí. Fiskur á verríðinni var smár og lifrarlítill. Er hér vaxandi stofn á ferðinni, og spáir Jón Jónsson fiskifræðingur ekki lakari vertíð árið 1971. Óvenju mikið líf var yfir útgerð smábáta þessa vertíð, enda bættust þrír 12 tonna bátar í „smábátaflotann". Hæstur þessara báta var Bára með 172 tonn og er formaður Bjarni Guðmundsson frá Háa-garði. Oft var „fiskilegt" að líta á fiskkasir þess-ara báta á gömlu bæjarbryggjunni í verur og minnti þetta á liðna tíð. Nauðsynlegt væri að bæta aðstöðu bátanna með annarri bryggju og ef

/

]/eríiéaraffí i i4i//J?amoeyjun /900 -/963

til vill góðri bómu með rafmagnsspili, svo að unnt væri að hífa beint á bíla upp úr bátunum. Ekki urðu sjóslys þessa vertíð, en í byrjun ver-tíðar féll aðkomusjómaður í höfnina og drukkn-aði. Hinn 17. marz slasaðist Gísli Eyjólfsson stýrimaður á Halkion á miðunum. Varð hann fyrir miklu höfuðhöggi, hrökk útbyrðis við erf-iðar aðstæður og var nærri drukknaður. Þegar vetrarvertíðin 1970 er gerð upp, þá telst þetta e.'n sú bezta vertíð, sem komið hefut á miðum hér sunnanlands og vestan. Bolfiskafl-inn frá 1. janúar til 30. apríl á svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms varð tæpar 185.000 lestir og fjórðungi, eða 44.500 lestum, meiri en s. 1. vertíð. Togarar öfluðu vel þessa vertíð, var afli þeirra fjóra fyrstu mánuði árs.'ns 28.000 lestir og skipt-ast landanir heima og erlendis jafnt. Hæsta löndunarhöfnin var Grindavík með 39.500 tonn, þaðan var einnig hæsti bátur yfir Iandið mb. Geirfugl (145 RT að stærð) með 1700 tonn og setti skipstjórinn, Björgvin Gunn-arsson, nýtt aflamet, en aflamet Hilmars á Sæ-björgu í fyrra var 1665 tn. FÓRU f RÓÐUR OG FENGU GENEVER

Veturinn var mildur og ekki teljandi hafís fyrir Norðurlandi. Vertíðaraflinn og móttaka hans vertíðina 1970: Bclfiskur frá áramótum til 15. maí: 39.000 tonn (rúml.) (vertíðina 1969: 31.500). Er þessi afli lúm 20% vertíðarafla landsmanna. Lifrar-magn á vertíðinni var 1744 tonn (1969: 1340), nýting lifrar 57%.

Stígandi 1/n 935 Blátindur n/ 923 Sæunn n/ 918 JÚIÍa n/ 912 Ófeigur III 872 Hamraberg n/1 865 Elliðaey n/t 849 Hrauney n/ 837 Gullfaxi n/ 826 Kap II n/t 805

Samtals öfluðu 16 bátar yfir 800 tonn, en 23 bátar (13 í íyrra) voru með yfir 700 tonn eða um þriðjungur bátaflotans (32%). I fyrra var afli þó enn skarpari hjá hæstu bátum, hæsti bátur með 1654 tonn og 4 bátar með afla yfir 1200 tonn. Sem sagt, aflinn í ár er almennt jafnari og meiri. Hcestu togbátar:

Gullborg 498 (lStnínót) Hannes lóðs 400 Einir 383 Þristut 380 Haförn 366 Stukkur 308 Frigg 302 Sjö togbátar yfir 300 tonn, 8 í fyrra. Afli var mun tregari í botnvörpu en í fyrra og nokkrir togbátar (Suðurey, Baldur o. fl.) sem hafa verið á trollí undan-farið, voru með net í vetur. Með linit og troll: Tonn Öðlingur 426 Sigurfari 410 Afli loðnubáta, sem tóku net í lok marz: Afli net/nót: Tonn Huginn 700 Viðey 540 Gjafar 521 Halkion 486 ísleifur IV 386 Bergur 381 ísleifur VE 333

Skrúfa fyrir vatní Landeyjum á skrifstofu í Vestm.eyjum


Heildarafli á land í Vestmannaeyjum vetrar-vertíðina 1970: Tonn 1969 Bolfiskur 39.000 (31.500) Loðna 74.200 (50.500) Samtals 113.200 (82.000)

Loðnuafli Vestmannaeyjabáta:

Tonn ísleifur IV 3.610 ísleifur VE 63 3.275 Bergur 2.400 Halkion 2.300 Gjafar 2.200 Viðey 2.100 Huginn 1.800 Aflahæstu bátar á loðnuvertíðinni voru: Súl-an 6.700 tonn, Eldborg 6.300, Örfirisey 6.100, Gísli Árni 5.700. Sérverkanir og niðursuða Fiskiðjan frysti 160 tonn af svilum til lyfja-framleiðslu. Eitthvað mun hafa verið saltað og fryst af gellum, eftir að gelluvél Sigmunds komst í notk-un. N.ðursuðuverksmiðjan Alfa hf. sauð niður 20 tonn af lifur í 150.000 dósir og er framleiðslu-verðmæti 1.5 milljónir kr. Lifur sú, sem er soðin niður er keypt á kr. 6.50 hvert kg., en verður að vera mjög gott hrá-efni og geymd í ís. Þannig fást úr 200 tn. af fiski ca. 1 tonn af lifur til fntmúrtaks, en úr þessu tonni fást ca. 300 til 400 kg. í dósir. Er möguleíki á 10.000 dósa framleiðslu á dag. Nokkurt þóf var um verð á erlendum mörk-uðum, og dró það úr framleiðslu. Vonir standa til að samningar náist um niðursuðu lifrarkæfu (lifur blönduð hrognum) og fiskbúðinga á Rúss-landsmarkað. f verksmiðjunni unnu eftir upplýsingum framkvæmdastjórans, Magnúsar Jónssonar, að staðaldri 10 og 11 konur í vetur og 2 karlmenn. Er vonandi að léttum niðursuðuiðnaði fisk-afurða vaxi enn fiskur um hrygg. Lýkur þá annál þessum um hina góðu vetrar-vertíð árið 1970.


Á hátíðisdegi - flotinn í höfn.



Líflegt hjá trillunum.




- Já, margt skeður á sæ, en „sjenninnn“ var tregur í vetur.


- Dæluhús Vatnsveitu Vestmannaeyja er áberandi „radarmerki“ á Bakkafjöru og útbúið fullkomnum fullkomnum tækum eins og sjá má.