Páll Ólafsson (Sunnuhvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. febrúar 2018 kl. 16:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. febrúar 2018 kl. 16:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Páll Ólafsson (Sunnuhvoli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Ólafsson útgerðarmaður, verslunarmaður, verslunarstjóri á Sunnuhvoli fæddist 13. júlí 1875 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð og drukknaði við Landeyjasand 10. ágúst 1923.
Foreldrar hans voru Ólafur bóndi, f. 1. október 1830, d. 31. janúar 1919, Pálsson bónda á Kvoslæk í Fljótshlíð, f. 1791, d. 23. apríl 1832, Ólafssonar bónda á Kvoslæk, f. 1759, d. 13. apríl 1835, Arnbjörnssonar, og konu Páls Ólafssonar, Helgu húsfreyju, f. 1796, Erlingsdóttur bónda í Hlíðarendakoti, f. 1772, d. 11. mars 1820, Guðmundssonar.
Móðir Páls Ólafssonar og kona Ólafs í Hlíðarendakoti var Guðrún húsfreyja, f. 3. maí 1840, d. 9. júní 1922, Árnadóttir bónda á Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 1794, d. 26. febrúar 1845, Vigfússonar bónda í Kornhúsi í Stórólfshvolssókn, f. 1764, d. 3. ágúst 1823, Jónssonar, og konu Árna, Guðrúnar húsfreyju, f. 14. janúar 1805, d. 28. maí 1890, Magnúsdóttur bónda á Núpi í Fljótshlíð, f. 12. ágúst 1751, d. 15. mars 1834, Sigurðssonar.

Páll var með foreldrum sínum í Hlíðaendakoti til fullorðinsára.
Hann fluttist frá Hlíðarendakoti til Eyja 1904, ,,lausamaður“, verslunarþjónn hjá Edinborgarverslun og tók þátt í útgerð, varð verslunarstjóri hjá Gísla J. Johnsen.
Þau Katrín giftu sig 1905, bjuggu á Hrauni við fæðingu Gísla 1906. Þau voru komin á Sunnuhvol 1907 og bjuggu þar síðan, eignuðust þar fjögur börn. Þau misstu Gísla eldri á öðru aldursári og Guðrúnu 12 ára.
Páll fórst 1923 við Landeyjasand.
Katrín bjó með börnum sínum á Sunnuhvoli 1930 og með Ásu þar 1934. Hún fluttist síðar til Reykjavíkur með Ásu, bjó með dætrum sínum á Rauðarárstíg 28, lést 1962, jarðsett í Eyjum.

I. Kona Páls, (14. október 1905), var Katrín Gísladóttir frá Juliushaab, húsfreyja á Sunnuhvoli, f. 20. janúar 1875 í Juliushaab, d. 6. apríl 1962.
Börn þeirra:
1. Gísli Pálsson, f. 1. júlí 1906 á Hrauni, d. 5. janúar 1908.
2. Ragnhildur Pálsdóttir, f. 1. nóvember 1907 á Sunnuhvoli, d. 30. júlí 1989.
3. Guðrún Pálsdóttir, f. 10. febrúar 1909 á Sunnuhvoli, d. 20. apríl 1922.
4. Gísli Pálsson málari í Reykjavík, f. 13. október 1910 á Sunnuhvoli, d. 29. maí 1979.
5. Ása Pálsdóttir, f. 21. júní 1914 á Sunnuhvoli, d. 20. júní 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.