Gísli Pálsson (Sunnuhvoli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gísli Pálsson.

Gísli Pálsson frá Sunnuhvoli, málari í Reykjavík fæddist 13. október 1910 á Sunnuhvoli og lést 29. maí 1979.
Foreldrar hans voru Páll Ólafsson verslunarstjóri, f. 13. júli 1875 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, drukknaði við Landeyjasand 10. ágúst 1923, og kona hans Katrín Gísladóttir frá Juliushaab, húsfreyja, f. 20. janúar 1875 í Juliushaab, d. 6. apríl 1962.

Börn Katrínar og Páls:
1. Gísli Pálsson, f. 1. júlí 1906 á Hrauni, d. 5. janúar 1908.
2. Ragnhildur Pálsdóttir skrifstofukona, f. 1. nóvember 1907 á Sunnuhvoli, d. 30. júlí 1989.
3. Guðrún Pálsdóttir, f. 10. febrúar 1909 á Sunnuhvoli, d. 20. apríl 1922.
4. Gísli Pálsson málari í Reykjavík, f. 13. október 1910 á Sunnuhvoli, d. 29. maí 1979.
5. Ása Pálsdóttir gjaldkeri, f. 21. júní 1914 á Sunnuhvoli, d. 20. júní 1984.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans drukknaði 1923.
Hann var með móður sinni á Sunnuhvoli, lærði málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni móðurbróður sínum 1928-1932, lauk Iðnskólanum í Eyjum og sveinsprófi 1932.
Gísli fluttist til Reykjavíkur 1934, var félagi í Málarasveinafélagi Reykjavíkur frá 2. júlí 1934-dd.
Gísli tók gildan þátt í starfi Karlakórsins Kátir félagar og Karlakórsins Fóstbræðra frá 1944 og var sæmdur gullmerki kórsins.
Þau Svanhvít gift sig 1949, bjuggu í Reykjavík og eignuðust tvö börn.
Gísli lést 1979 og Svanhvít 2012.

Kona Gísla Pálssonar, (2. október 1949), var Svanhvít Sigurðardóttir frá Tungu í Grafningi, húsfreyja, f. 7. október 1914, d. 16. september 2012. Foreldrar hennar voru Sigurður Þorvaldsson smiður og bóndi, f. 10. september 1876, d. 17. janúar 1921, og kona hans Guðný Margrét Finnbogadóttir húsfreyja, f. 13. mars 1887, d. 21. apríl 1943.
Börn þeirra:
1. Katrín Gísladóttir húsfreyja, kennari, f. 27. febrúar 1949. Fyrri maður hennar var Hilmar Þórgnýr Helgason. Síðari maður hennar er Árni Erlendur Stefánsson.
2. Guðný Rósa Gísladóttir, f. 31. október 1954.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. október 2012. Minning Svanhvítar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.