Ragnhildur Pálsdóttir (Sunnuhvoli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ragnhildur Pálsdóttir frá Sunnuhvoli fæddist þar 1. nóvember 1907 og lést 30. júlí 1989.
Foreldrar hennar voru Páll Ólafsson verslunarstjóri, f. 13. júli 1875 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, drukknaði við Landeyjasand 10. ágúst 1923, og kona hans Katrín Gísladóttir frá Juliushaab, húsfreyja, f. 20. janúar 1875 í Juliushaab, d. 6. apríl 1962.

Börn Katrínar og Páls:
1. Gísli Pálsson, f. 1. júlí 1906 á Hrauni, d. 5. janúar 1908.
2. Ragnhildur Pálsdóttir skrifstofukona, f. 1. nóvember 1907 á Sunnuhvoli, d. 30. júlí 1989.
3. Guðrún Pálsdóttir, f. 10. febrúar 1909 á Sunnuhvoli, d. 20. apríl 1922.
4. Gísli Pálsson málari í Reykjavík, f. 13. október 1910 á Sunnuhvoli, d. 29. maí 1979.
5. Ása Pálsdóttir gjaldkeri, f. 21. júní 1914 á Sunnuhvoli, d. 20. júní 1984.

Ragnhildur var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á sextánda ári.
Hún var afgreiðslukona í verslun 1930, en bjó með móður sinni á Sunnuhvoli. Hún lék stundum á píanó með þöglu kvikmyndunum á þeim árum.
Ragnhildur fluttist til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins og bjó þar síðan, - vann síðar hjá Hitaveitu Reykjavíkur.
Hún giftist ekki, en hélt heimili með móður sinni og systur á Rauðarárstíg 28. Móðir hennar lést 1962 og Ása 1984. Ragnhildur bjó ein eftir lát þeirra.
Hún lést 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.