Elín Sigurðardóttir (Búlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. febrúar 2018 kl. 16:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2018 kl. 16:55 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Elín Sigurðardóttir.

Elín Sigurðardóttir frá Búlandi, húsfreyja, saumakona fæddist 11. mars 1917 á Hnausum og lést 16. janúar 2015.
Foreldrar hennar vor Sigurður Bjarnason múrari, verkamaður, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. desember 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 22. nóvember 1981.

Móðursystkini Elínar í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri (Búlandi) húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.

Elín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Reykjavíkur, giftist Birni 1940 og eignaðist þrjú börn.
Elín stundaði lengi saumastörf auk húsfreyjustarfa.
Þau Björn giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn og bjuggu í Reykjavík.
Björn lést 2003 og Elín 2015.

I. Maður Elínar, (2. nóvember 1940), var Björn Kjartansson verkamaður, steinsmiður, f. 29. september 1911 í Kjartanshúsi á Stokkseyri, d. 12. ágúst 2003. Foreldrar hans voru Kjartan Guðmundsson verkamaður, sjómaður, f. 16. júní 1870, d. 26. október 1942, og kona hans Pálína Björnsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1879, d.12. janúar 1946.
Börn Elínar og Björns:
1. Sóldís Björnsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1944. Maður hennar er Svavar Geir Guðmundsson Tjörvason.
2. Sigurður Páll Björnsson verslunarstjóri, f. 7. janúar 1946. Kona hans er Halldóra Guðmundsdóttir.
3. Björn Björnsson framkvæmdastjóri, bókhaldari, f. 12. júní 1952. Kona hans er Heiðrún Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.