Sigrún Sævarsdóttir (Grænuhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. janúar 2018 kl. 21:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. janúar 2018 kl. 21:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigrún Sævarsdóttir.

Sigrún Sævarsdóttir kennari, skrifstofumaður frá Grænuhlíð 12 fæddist 9. febrúar 1960 í Eyjum.
Foreldrar hennar eru Lárus Sævar Sæmundsson rafvirkjameistari, vélstjóri, f. 17. janúar 1940 í Reykjavík, og kona hans Sigríður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. október 1939 á Þorvaldseyri

Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst í Sólhlíð, síðan í Grænuhlíð 12 til Goss og þá í Reykjavík.
Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1980, lauk kennaraprófi 1983.
Sigrún var kennari við Gagnfræðaskólann í Njarðvík 1983-1985, síðan við Laugarnesskólann í Reykjavík til 1998. Hún hefur unnið síðan hjá Tollstjóranum í Reykjavík.
Hún er ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigríður Sigurbjörnsdóttir.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.