Kristbjörg Sigjónsdóttir
Kristbjörg Sigjónsdóttir húsfreyja og hjúkrunarfræðingur fæddist 26. maí 1925 í Héðinshöfða og lést 5. desember 2017.
Foreldrar hennar voru Sigjón Halldórsson vélstjóri og trésmiður frá Bakka á Mýrum í A-Skaft., f. 31. júlí 1888, d. 19. apríl 1931 og kona hans Sigrún Runólfsdóttir frá Króki í Flóa, húsfreyja, f. 26. maí 1889, d. 11. ágúst 1991.
Börn Sigjóns og Sigrúnar:
1. Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1913 á Skaftafelli, d. 25. júlí 1998. Maður hennar var Svavar Þórðarson.
2. Bragi Sigjónsson vélstjóri, f. 27. júní 1914 á Skaftafelli, d. 25. september 1985. Kona hans var Rósa (Rósamunda) Einarsdóttir frá Seyðisfirði.
3. Sigurjón Sigjónsson, f. 16. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 31. maí 1916.
4. Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 18. október 1916 á Lögbergi, d. 15. febrúar 2006. Kona hans var Guðfinna Bjarnadóttir.
5. Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, f. 10. apríl 1918 á Lögbergi, d. 26. janúar 2000. Kona hans var Herdís Ragna Clausen.
6. Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993. Kona hans var Ólöf Hannesdóttir.
7. Friðrik Sigjónsson, f. 22. október 1920 í Héðinshöfða, drukknaði 23. desember 1944.
8. Halldór Sigjónsson, f. 31. desember 1922, d. 25. júní 1930.
9. Guðríður Sigjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. febrúar 1924 í Héðinshöfða, d. 31. ágúst 1987. Maður hennar var Jón Karlsson.
10. Kristbjörg Sigjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja í Reykjavík, f. 26. maí 1925 í Héðinshöfða. Maður hennar var Gísli Tómasson.
11. Gústaf Sigjónsson vélstjóri, skipstjóri, bifreiðstjóri, f. 22. janúar 1927 í Héðinshöfða. Kona hans er Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir.
12. Guðmundur Sigjónsson vélvirki í Eyjum, f. 22. mars 1928 í Héðinshöfða, d. 7. nóvember 2009. Kona hans var Jónína Þuríður Guðnadóttir.
Faðir Kristbjargar lést, er hún var 6 ára. Hún var með móður sinni í Sjávargötu 1940 og á Heiðarvegi 11 1949.
Kristbjörg nam við Iðnskólann í Eyjum 1939-1941, lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands í marz 1952.
Hún var hjúkrunarfræðingur við Kleppsspítalann, Sjúkrahús Hvítabandsins og Sjúkrahús Sólheima á árabilinu 1952-1959.
Hún giftist Gísla 1953, eignaðist Sigrúnu 1953, Tómas 1956 og Gísla Friðrik 1960.
Kristbjörg lést 2017.
Maður Kristbjargar, (28. febrúar 1953), var Gísli Tómasson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 19. júlí 1927, d. 20. apríl 1998. Foreldrar hans voru Tómas Gíslason bókhaldari og kaupmaður á Sauðárkróki, f. 21. október 1876, d. 12. október 1950, og kona hans Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1886, d. 23. júlí 1975.
Börn þeirra:
1. Sigrún Gísladóttir, f. 6. september 1953.
2. Tómas Gíslason, f. 11. ágúst 1956.
3. Gísli Friðrik Gíslason, f. 8. júní 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1992.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Haraldsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.