Ketill Ketilsson (Brattlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2017 kl. 11:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2017 kl. 11:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ketill Ketilsson (Brattlandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ketill Ketilsson bóndi í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, síðar verkamaður á Brattlandi fæddist 13. mars 1865 í Ásólfsskála og lést 23. febrúar 1948.
Faðir Ketils var Ketill bóndi í Ásólfsskála 1860, f. 7. ágúst 1827, d. 22. júlí 1920, Eyjólfsson bónda á Aurgötu og Hvammi undir Eyjafjöllum, f. 1804, d. 29. maí 1842, Ketilssonar, og konu Eyjólfs, Jórunnar húsfreyju, f. 1804, Ólafsdóttur.
Móðir Ketils og kona Ketils bónda var Ólöf húsfreyja í Ásólfsskála 1870, f. 12. október 1829, d. 29. júlí 1911, Jónsdóttir í Miðskála undir Eyjafjöllum 1835, f. 1801, Jónssonar, og barnsmóður Jóns, Höllu vinnukonu í Miðskála, f. 1. júní 1796, d. 5. mars 1879, Högnadóttur.

Meðal barna Ketils Eyjólfssonar og Ólafar voru:
1. Eyjólfur Ketilsson bóndi í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, síðar verkamaður í Eyjum, f. 10. október 1853, d. 2. júní 1947. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir.
2. Ólöf Ketilsdóttir húsfreyja á Núpi u. Eyjafjöllum 1910 og 1920, síðar í Þorlaugargerði, f. 9. desember 1863, d. 12. maí 1959. Maður hennar var Friðjón Magnússon.
3. Ketill Ketilsson bóndi í Ásólfsskála, síðar verkamaður í Eyjum, f. 13. mars 1865, d. 23. febrúar 1948. Kona hans var Katrín Bjarnardóttir.
4. Sveinn Ketilsson verkamaður, f. 29. september 1866, d. 17. desember 1957, ókv.
5. Þuríður Ketilsdóttir húsfreyja í Úthlíð, f. 13. desember 1867, d. 8. september 1960. Maður hennar var Jón Stefánsson.

Ketill var með foreldrum sínum til fullorðinsára og tók við búi í Ásólfsskála. Þar var hann einhleypur bóndi 1901 með foreldrum sínum og Ólöfu systur sinni.
Hann kvæntist Katrínu 1910 og bjó með henni í Ásólfsskála 1910, með henni og tveim dætrum 1920. Hjá þeim var þá Sveinn Ketilsson vinnumaður.
Þau hjón fluttust til Eyja 1922 og bjuggu á Brattlandi með dætrum sínum og Sveini Ketilssyni lausamanni 1927.
Ketill var þar verkamaður með Katrínu 1930, með henni og dætrunum 1934, bjuggu tvö á Seljalandi 1940 og 1945, en þá bjó Sigríður þar líka með Gunnlaugi og Erlingi syni þeirra, og þar bjó hann við andlát 1948.
Katrín bjó hjá Sigríði dóttur sinni að Hólagötu 12 1949. Hún lést 1958.

I. Kona Ketils, (21. júlí 1910), var Katrín Bjarnardóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1879 í Drangshlíð undir Eyjafjöllum, d. 18. apríl 1958.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Ketilsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1910, síðast í Kópavogi, d. 30. janúar 1989.
2. Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1915, síðast á Selfossi, d. 9. maí 1998.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.