Katrín Bjarnardóttir (Brattlandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Katrín Bjarnardóttir húsfreyja fæddist 18. nóvember 1879 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum og lést 18. apríl 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Björn Björnsson vinnumaður víða, síðar bóndi á Rauðafelli og húsmaður í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, f. 4. ágúst 1830, d. 11. október 1912, og kona hans Guðrún Jónsdóttir vinnukona, húskona, húsfreyja, f. 18. nóvember 1838 á Ytra-Hóli í Landeyjum, d. 5. janúar 1920.

Katrín var með vinnuhjúunum foreldrum sínum á Rauðafelli u. Eyjafjöllum 1880, með húsfólkinu foreldrum sínum í Bakkakoti þar 1890.
Hún var 22 ára hjú í Drangshlíðardal þar 1901.
Katrín var gift húsfreyja í Ásólfsskála þar 1910, en Ketill hafði tekið við búi foreldra sinna þar. Þau bjuggu þar 1920 með tveim dætrum sínum, en fluttust til Eyja 1922, bjuggu á Brattlandi með dætrum sínum og Sveini Ketilssyni lausamanni 1927.
Katrín bjó þar með Katli 1930, með honum og dætrunum 1934, bjuggu tvö á Seljalandi 1940 og 1945, en þá bjó Sigríður þar líka með Gunnlaugi og Erlingi syni þeirra, og þar bjuggu þau við andlát Ketils 1948.
Katrín bjó hjá Sigríði dóttur sinni að Hólagötu 11 1949. Hún lést 1958.

I. Maður Katrínar , (1910), var Ketill Ketilsson bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 13. apríl 1865, d. 23. febrúar 1948.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Ketilsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1910, síðast í Kópavogi, d. 30. janúar 1989.
2. Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1915, síðast á Selfossi, d. 9. maí 1998.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.