Friðjón Magnússon (Gvendarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Friðjón Magnússon bóndi í Gvendarhúsi fæddist 17. september 1868 í Kaldaðarnessókn í Árn. og lést 15. september 1938.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon bóndi í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum og víðar, f. 8. mars 1825, drukknaði af skipinu Blíð við Ystaklett 28. mars 1891, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. maí 1833, d. 12. nóvember 1905.

Friðjón var með foreldrum sínum í Lambhúshólskoti 1870 og 1880, í Skálakoti 1890. Hann var ókvæntur bóndi þar 1901 með ekkjunni móður sinni og fóstursyni sínum Ingimundi Brandssyni 12 ára, síðar bóndi í Ysta-Bæli.
Þau Ólöf giftu sig 1908, bjuggu á Núpi, eignuðust Ólafíu á því ári, en misstu hana á fimmta mánuði aldurs síns.
Með þeim 1910 var uppeldissonur þeirra Magnús Andrésson 13 ára, síðar bóndi á Núpi.
Þau brugðu búi 1924 og fluttust til Eyja, voru bændur í Gvendarhúsi í lok ársins og bjuggu þar meðan báðum entist líf, en Friðjón dó þar 1938.
Ólöf bjó ekkja í Hlíðarási, Faxastíg 3 1940 og enn 1949. Hún lést 1959.

I. Kona Friðjóns, (1908), var Ólöf Ketilsdóttir húsfreyja, f. 7. desember 1863 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 12. maí 1959.
Barn þeirra:
1. Ólafía Friðjónsdóttir, f. 26. október 1908 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 12. mars 1909.
Uppeldissynir þeirra voru:
2. Ingimundur Brandsson bóndi í Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum, f. 9. ágúst 1889, d. 16. júlí 1973.
3. Magnús Andrésson bóndi á Núpi, f. 3. júní 1897, d. 24. janúar 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.