Guðbjörg Sigurðardóttir (Helgafellsbraut 17)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2019 kl. 19:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2019 kl. 19:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður og Kristín með dætrum sínum Guðbjörgu Helgu og Þuríði.

Guðbjörg Helga Sigurðardóttir húsfreyja á Helgafellsbraut 17 fæddist 8. nóvember 1913 í Ásgarði í Ásahreppi, Rang. og lést 13. ágúst 1978.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðbrandsson bóndi, síðar í Eyjum, f. 25. október 1878, d. 17. ágúst 1959, og kona hans Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 9. júlí 1877, d. 4. ágúst 1948.

Systir Guðbjargar var Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja f. 22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum, d. 6. apríl 1998.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í Ásgarði og síðar í Götuhúsum á Stokkseyri.
Þau Jón giftu sig 1934 í Eyjum, bjuggu þá á Strandbergi, en voru í Hlaðbæ við fæðingu Vigfúsar í júní á því ári.
Þau voru komin í hús sitt að Helgafellsbraut 17 1940 og bjuggu þar síðan meðan þau voru saman í Eyjum, eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau fluttust í Hafnarfjörð eftir Gos.
Guðbjörg lést 1978 og Jón 1999.

Maður Guðbjargar, (19. maí 1934), var JónVigfússon frá Holti, vélstjóri, útgerðarmaður. f. 22. júlí 1907, d. 9. september 1999.
Börn þeirra:
1. Vigfús Jónsson rafvirkjameistari, f. 8. júní 1934 í Hlaðbæ.
2. Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi, sveitarstjóri, f. 10. júlí 1945 á Helgafellsbraut 17.
3. Andvana stúlka, f. 31. janúar 1953 á Helgafellsbraut 17.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.