Ragnhildur Magnúsdóttir (Háeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. apríl 2018 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. apríl 2018 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Magnúsdóttir vinnukona á Háeyri, síðar húsfreyja á Ólafsfirði fæddist 19. febrúar 1900 og lést 14. janúar 1939.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson múrari, steinhleðslumeistari á Miðhúsum, síðar í Bjarnleifshúsi, f. 17. maí 1874, d. 25. október 1958, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Minni-Borg u. Eyjafjöllum, síðar á Miðhúsum og í Bjarnleifshúsi, f. 10. ágúst 1876, d. 6. febrúar 1950.

Ragnhildur var eins árs tökubarn hjá Ragnhildi Jónsdóttur móðurmóður sinni í Hrútafellskoti efra u. Eyjafjöllum 1901, var með foreldrum sínum á Minni-Borg 1910.
Hún fluttist að Dvergasteini með foreldrum sínum og Árna bróður sínum 1911. Þeim fylgdu einnig Ragnhildur Jónsdóttir móðurmóðir hennar og Margrét móðursystir hennar.
Þau voru í Dvergasteini 1914, á Háeyri 1917 og enn 1922.
Hún var í Stafholti 1918, er hún eignaðist Alexander með Jens Andersen.
Ragnhildur giftist Helga Kristni Halldórssyni 1922. Þau voru í Reynisholti 1925 og við fæðingu Halldórs Rósmundar 1926, en voru í Reykholti 1927.

Þau bjuggu á Ólafsfirði 1929 með Alexander barni Ragnhildar og kjörbarni Helga og börnum sínum Halldóri Rósmundi og Guðrúnu Stellu.

I. Barnsfaðir Ragnhildar var Jens Andersen, f. 10. ágúst 1885, d. 15. júní 1962.
Barn þeirra var
1. Torfi Alexander (Andersen) Helgason, f. 11. júlí 1918 í Stafholti, d. 22. nóvember 1972. Hann varð kjörbarn Helga.

II. Maður Ragnhildar, (1922), var Helgi Kristinn Halldórsson sjómaður, f. 19. ágúst 1897, d. 27. janúar 1977.
Börn þeirra auk Alexanders:
2. Guðbjörg María Helgadóttir, f. 6. desember 1923 á Ólafsfirði, d. 7. júlí 1996. Hún var fóstruð hjá móðurforeldrum sínum Miðhúsum, var síðar með þeim í Bjarnleifshúsi.
3. Halldór Rósmundur Helgason verkamaður í Njarðvík, f. 1. júní 1926 í Reynisholti, d. 2. janúar 2011.
4. Guðrún Stella Helgadóttir í Sandgerði, Gullbr.s., f. 5. september 1929 á Ólafsfirði, d. 23. mars 2012.
5. Inga Guðlaug Helgadóttir, f. 1933.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.