Fjóla Ingvarsdóttir (Langa-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. nóvember 2016 kl. 17:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2016 kl. 17:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Fjóla Ingvarsdóttir (Langa-Hvammi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Fjóla Ingvarsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 11. janúar 1918 og lést 7. apríl 2010.
Foreldrar hennar voru Ingvar Ingvarsson frá Neðri-Dal undir V-Eyjafjöllum, bóndi, f. 21. apríl 1874, d. 12. janúar 1955, og kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir frá Hellishólum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 8. mars 1875, d. 8. febrúar 1950.

Móðir Ingvars í Neðri-Dal var Ingibjörg Samúelsdóttir húsfreyja, sem var fyrri kona Jóns Vigfúsar Vigfússonar, síðar í Túni. Þau skildu. Dætur þeirra og hálfsystur Ingvars voru:
1. Ingibjörg Jónsdóttir vinnukona, f. 12. febrúar 1859 í Krókatúni, d. 24. júlí 1940.
2. Pálína Jónsdóttir, f. 23. mars 1860 í Krókatúni, d. 16. júlí 1882 úr mislingum.
3. Sigríður Jónsdóttir, f. 1861 í Krókatúni, d. 15. júlí 1882 úr mislingum.

Börn Ingvars í Neðri-Dal og Guðbjargar í Eyjum:
1. Þorgríma Lilja Ingvarsdóttir vinnukona, f. 28. júlí 1907, d. 10. janúar 1996. Hún var um stutt skeið í Eyjum, en fluttist til Lovísu systur sinnar og bjó þar.
2. Tryggvi Ingvarsson á Stóru-Heiði, f. 27. janúar 1910, d. 3. maí 1945, fórst við störf í Hraðfrystistöðinni.
3. Jóhanna Svava Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1911, d. 16. maí 1992.
4. Leó Ingvarsson sjómaður, járnsmiður, f. 22. september 1913, d. 29. nóvember 2005.
5. Ingibjörg Fjóla Ingvarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. janúar 1918, d. 7. apríl 2010.

Fjóla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún réðst í vist í Eyjum, hóf sambúð með Gunnlaugi og eignaðist Tryggva. Síðar fluttu þau til Reykjavíkur og eignuðust Guðbjörgu. Ingibjörg missti heilsuna og þau Gunnlaugur skildu. Hann tók Tryggva með sér austur á Fáskrúðsfjörð, en Guðbjörg fór 5 ára í fóstur til Elínar móðursystur sinnar og Sigurðar Einarssonar að Austur-Búðarhólshjáleigu (Hólavatni) í A-Landeyjum. Ásta Gréta var fyrst með móður sinni, en fór síðan í fóstur til Ingólfs móðurbróður síns og Þorbjargar í Neðri-Dal.
Ingibjörg Fjóla fluttist á sambýli fyrir aldraða að Skjólbraut í Kópavogi, en síðar á hjúkrunarheimilið þar.
Hún lést 2010.

I. Sambýlismaður hennar var Gunnlaugur Sigursveinn Árnason frá Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, f. 27. júlí 1919, d. 17. apríl 1995. Þau skildu samvistir.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Gunnlaugsson verkamaður, f. 26. maí 1945 í Langa-Hvammi, d. 27. september 2013. Hann var ókvæntur og barnlaus.
2. Guðbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1950. Maður hennar er Guðjón Árnason kennari, skólastjóri, f. 5. júlí 1949.

II. Barnsfaðir Fjólu var Björn Björnsson, f. 18. febrúar 1927.
Barn þeirra:
3. Ásta Gréta Björnsdóttir, f. 31. jan. 1957. Maður hennar, skildu, var Baldvin Guðni Ólafsson, f. 11. maí 1956.

III. Sambýlismaður Ingibjargar var Ólafur Bertelsson. Þau skildu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 1. maí 2010. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.