Sigurður Magnússon (Hólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. nóvember 2016 kl. 18:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. nóvember 2016 kl. 18:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Magnússon (Hólum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Magnússon, verkamaður, sjómaður fæddist 17. mars 1896 á Haugnum í Mýrdal og lést 27. nóvember 1918.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson bóndi, f. 21. ágúst 1834 í Hvammi Landi, d. 11. júní 1900, og síðari kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1854, d. 4. desember 1938. Fyrri maður Ragnhildar var Þórður Jónsson bóndi á Hellum, f. 3. september 1848 í Skammadal í Mýrdal, d. 17. maí 1891 á Hellum.

Börn Ragnhildar og Þórðar fyrri manns hennar og hálfsystkini Sigurðar Magnússonar í Eyjum:
1. Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 29. júní 1880, d. 18. maí 1969, kona (skildu) Vilhjálms Brandssonar, f. 1878.
2. Sigurfinna Þórðardóttir húsfreyja í Gerði, f. 1883.
3. Jón Þórðarson á Nýlendu, síðar í Hólum, f. 24. júlí 1887, d. 16. júní 1948. Kona hans var Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir, f. 24. ágúst 1887, d. 21. apríl 1974.
Hálfbróðir þeirra, sammæddur, var
4. Sigurður Magnússon landvinnumaður og sjómaður, síðast á Hólum, f. 17. mars 1896, d. 27. nóvember 1918.

Sigurður var með foreldrum sínum á Haugnum í Mýrdal til 1902, var með móður sinni á Mið-Hvoli þar 1902-1903, á Ketilsstöðum þar 1903-1905.
Hann fluttist með Ragnhildi móður sinni til Eyja 1905, var í Bræðraborg 1908, vinnumaður á Geirlandi 1910, bjó á Hólum 1918, er hann lést.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.