Guðmundur Scheving læknir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júlí 2021 kl. 20:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júlí 2021 kl. 20:00 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Scheving.

Guðmundur Scheving Bjarnason héraðslæknir fæddist 27. júlí 1861 í Pétursborg (fyrri) og lést 24. janúar 1909.
Foreldrar hans voru Bjarni Einar Magnússon sýslumaður, f. 1. desember 1831, d. 25. maí 1876, og kona hans Hildur Solveig Thorarensen húsfreyja, f. 31. ágúst 1835, d. 21. júlí 1915.

Börn Bjarna Einars og Hildar Solveigar voru:
1. Guðmundur Scheving Bjarnason læknir, f. 27. júlí 1861 , d. 24. janúar 1909.
2. Brynjólfur Benedikt Bjarnason bóndi í í Þverdal í A-Hún., f. 8. september 1865 í Nöjsomhed, d. 5. desember 1928.
3. Páll Friðrik Vídalín sýslumaður í Stykkishólmi, f. 16. október 1873, d. 28. október 1930.

Guðmundur fæddist í Pétursborg hinni fyrri, en var kominn með foreldrum sínum í Nöjsomhed í lok árs, en þá hafði sr. Brynjólfur Jónsson flust þaðan að Ofanleiti með fjölskyldu sína.
Fjölskylda Guðmundar bjó í Nöjsomhed meðan Bjarni faðir hans gegndi embætti í Eyjum.
Þau fluttust úr Eyjum 1872 að Geitaskarði í A-Húnavatnssýslu, þar sem þau bjuggu.
Bjarni Einar faðir hans lést 1876.
Guðmundur varð stúdent úr Latínuskólanum 1883, lauk prófi úr Læknaskólanum 1887.
Hann vann á spítulum í Kaupmannahöfn 1887-1888 og í Edinborg 1889.
Hann var settur aukalæknir í 2. læknishéraði, var héraðslæknir í 7. læknishéraði (Hólmvíkur) frá 12. janúar 1897 til æviloka 1909.

Kona Guðmundar, (31. maí 1889), var Lára Malvína Möller húsfreyja, f. 16. ágúst 1858. Foreldrar hennar voru Chr. Fr. Möllers premierlautenants í Kaupmannahöfn, og kona hans Augusta Frederikke Theresia Möller, f. Mansfeld-Büllner húsfreyja.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.