Guðmundur Hávarðsson (Steinmóðshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. febrúar 2016 kl. 14:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. febrúar 2016 kl. 14:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Hávarðsson sjómaður, tómthúsmaður í Steinmóðshúsi fæddist 1810 í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum og lést 28. maí 1860.

Faðir hans var Hávarður bóndi á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, síðar húsmaður í Garði í Gull. f. 1782 á Kálfafelli í Suðursveit, A-Skaft., drukknaði 2. júní 1832 frá Sandgerði, Erlendsson bónda á Hellum í Suðursveit 1801, f. 1744, Erlendssonar, f. 1715, Sigurðssonar og konu Erlendar Sigurðssonar, Elínar húsfreyju, f. (1715), Hallsdóttur.
Móðir Hávarðar og kona Erlendar á Hellum var Þórdís húsfreyja, f. 1749, Jónsdóttir bónda á Felli í Suðursveit, f. (1735), Stefánssonar sýslumanns, og konu Sigurðar sýslumanns, Þórunnar Jónsdóttur húsfreyju.
Kona Jóns á Felli var Sigríður húsfreyja, f. 1720, Sigmundsdóttir.

Móðir Guðmundar Hávarðssonar og kona Hávarðar var Vilborg húsfreyja og yfirsetukona í Stóra-Dalssókn 1830-1866, f. 1779 í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, d. 1. september 1869, Oddsdóttir. Móðir Vilborgar var Katrín Þorleifsdóttir, f. 1746, d. um 1814.

Guðmundur var með foreldrum sínum á Rauðafelli 1816. Hann var 26 ára vinnumaður í Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1835.
Þau Guðmundur fluttust til Eyja 1838 og bjuggu á Gjábakka til 1841, en fluttust þá í Steinmóðshús.
Þau voru í Guðmundarhúsi 1850, (líklega annað nafn á Steinmóðshúsi), í Steinmóðshúsi 1851-1860.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Halldóra Guðmundsdóttir, ógift vinnukona í Steinum u. Eyjafjöllum 1835, og þar var barn þeirra Vilborg eins árs.
Barnið var:
1. Vilborg Guðmundsdóttir vinnukona, f. 8. september 1834 í Steinasókn u. Eyjafjöllum, d. 26. júní 1887.

II. Kona Guðmundar var Ragnhildur Ísleiksdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1808, d. 25. janúar 1865.
Börn þeirra hér:
2. Guðmundur Guðmundsson, f. 1835 í Drangshlíð.
3. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 18. febrúar 1837 í Drangshlíð, d. 25. febrúar 1837.
4. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 29. mars 1839 á Gjábakka, d. 4. apríl 1839 úr ginklofa.
5. Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1841 á Gjábakka. Hún fór til Vesturheims, lést 22. apríl 1935 í Mapleton, Utah.
6. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 10. október 1844 í Tómthúsi, d. 20. október 1844 úr ginklofa.
7. Guðmundur Guðmundsson sjómaður á Fögruvöllum, f. 22. nóvember 1847, d. 10. febrúar 1890 á Fögruvöllum.
8. Ísleikur Guðmundsson, f. 28. janúar 1851 í Tómthúsi, d. 9. febrúar 1851 „af Barnaveikin - ginklofa“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • FamilySearch.org
  • Íslendingabók.is.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns, p.939.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.