Hjörleifur Jónsson (Háagarði)
Hjörleifur Jónsson bóndi, síðar vinnumaður, fæddist 24. september 1831 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 2. nóvember 1908 í Háagarði.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi á Rauðafelli, f. 1794, d. 31. janúar 1860, og kona hans Ingibjörg Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 1794.
Hjörleifur var bróðir Ingibjargar Jónsdóttur húsfreyju, f. 22. apríl 1835, d. 7. mars 1915.
Hún var móðir:
1. Magnúsar Eyjólfssonar bónda og járnsmiðs á Kirkjubæ, f. 17. mars 1860, d. 24. júlí 1940, kvæntur Guðlaugu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931.
2. Jóns Eyjólfssonar bónda og sjómanns á Kirkjubæ, f. 1862, drukknaði við Bjarnarey 20. maí 1901. Kona hans var Sigríður Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 1864, d. 12. september 1902.
Hjörleifur var með foreldrum sínum á Rauðafelli í æsku, var vinnumaður á Rauðafelli 1855, vinnumaður á Raufarfelli við fæðingu Ingibjargar 1857, bóndi Sitjanda 1858 með Birget bústýru, en þau giftust á því ári, en „fátæktar vegna hættur búskap“ 1860.
Hann var vinnumaður á Raufarfelli eystra 1860, á Rauðafelli 1870 og 1880 og þar var Ingibjörg dóttir hans tökubarn á þessum árum, var vinnumaður Rauðafelli 1890 og þar var Ingibjörg vinnukona.
Hann fluttist til Ingibjargar og Þorsteins í Eyjum og var með þeim í Péturshúsi 1901 og í Háagarði 1906.
Hann lést 1908.
Kona hans, (5. nóvember 1858), var Birget Björnsdóttir, húsfreyja, síðar vinnukona á Rauðafelli, f. 16. október 1821 á Sitjanda u. Eyjafjöllum, d. 27. maí 1866 þar. Foreldrar hennar voru Björn Stefánsson bóndi, f. 1796, d. 6. ágúst 1880, og kona hans Ingunn Björnsdóttir húsfreyja, f. 1794, d. 4. ágúst 1846.
Barn þeirra hér:
1. Ingibjörg Hjörleifsdóttir húsfreyja í Háagarði og á Kirkjubæ, f. 29. júlí 1863 í Skarðshlíð, d. 29. júlí 1939. Maður hennar var Þorsteinn Ólafsson sjómaður, bóndi, útgerðarmaður, f. 16. október 1859 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 31. desember 1939.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.