Valgerður Magnúsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2022 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2022 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Magnúsdóttir vinnukona fæddist 16. október 1806 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu (nú Lækjarhvammur) í A-Landeyjum og lést 6. desember 1896.

Faðir hennar var Magnús bóndi í Búðarhóls-Norðurhjáleigu, skírður 18. janúar 1771, d. 16. júlí 1849, Nikulásson bónda í Búð í Þykkvabæ, f. 1724, d. 3. aprí 1790, Þorgilssonar bónda í Nýjabæ í Holtum, f. 1689, Ísólfssonar, og konu Þorgils, Guðnýjar húsfreyju, f. 1691, Erlendsdóttur.
Móðir Magnúsar bónda í Búðarhóls-Norðurhjáleigu og barnsmóðir Nikulásar í Búð var Valgerður, síðar húsfreyja í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1740, Þorvaldsdóttir bónda í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum, f. 1712, d. 9. nóvember 1793, Þorgautssonar, og e.t.v. Gróu, f. 1712, Kolgrímsdóttur.

Móðir Valgerðar vinnukonu og kona Magnúsar bónda var Kristín húsfreyja, f. 1780, Árnadóttir bónda í Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 1748, d. 15. október 1809, Magnússonar bónda á Kirkjulandi þar, f. 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu hans, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Kristínar í Búðarhóls-Norðurhjáleigu var Jódís húsfreyja, f. 1741, Sigurðardóttir bónda, smiðs og skipsformanns á Búðarhóli þar, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney í Kollafirði, Þorkelssonar, og konu Sigurðar, Margrétar húsfreyju, f. 1709, Guðmundsdóttur.

Valgerður var systir Runólfs Magnússonar bónda í Stóra-Gerði, f. 22. febrúar 1818, d. 20. mars 1894, og Jóns Magnússonar í Háagarði og Stóra-Gerði, f. 22. mars 1823, d. 9. nóvember 1907.

Valgerður var með fjölskyldu sinni í Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum 1816.
Hún var vinnukona á Kirkjulandi þar 1835, vinnukona hjá Guðrúnu systur sinni á Efri-Úlfsstöðum þar 1840.
Við skráningu 1845 var hún vinnukona á Ofanleiti og í Grímshjalli 1850.
Við skráningu 1855 var hún vinnukona í Múla í Haukadal í Biskupstungum og 1860 í Hemlu í Breiðabólstaðarsókn. Hún var niðursetningur hjá Guðrúnu Pálsdóttur eldri frá Kirkjubæ í Tjarnarkoti í A-Landeyjum 1880 og 1890.
Hún lést 1896.

I. Barnsfaðir hennar var Jón Jónsson bóndi í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A.-Landeyjum og Miðey þar, f. 7. júlí 1792 á Efri-Úlfsstöðum í A.-Landeyjum, d. 5. janúar 1837.
Barn þeirra:
1. Jódís Jónsdóttir vinnukona í Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum, f. 27. september 1830, d. 26. júní 1907, ógift.

II. Barnsfaðir hennar var Ólafur Jónsson bóndi í Dölum, f. 1800, d. 21. september 1863.
Barnið var
2. Ólafur Ólafsson, f. 1842, hrapaði til bana úr Elliðaey 14. júlí 1867.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.