Ritverk Árna Árnasonar/Guðmundur Árnason (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2015 kl. 16:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2015 kl. 16:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kynning.

Guðmundur Árnason, Þorlaugargerði, fæddist 3. mars 1895 í Sauðhúsnesi í Álftaveri og lést 31. desember 1915.
Foreldrar hans voru Gyða í Mandal, f. 2. júní 1863, d. 25. ágúst 1951, og Árni Runólfsson, Sauðhúsnesi í Álftaveri, f. 1857, d. 1897.
Guðmundur var með foreldrum sínum í Sauðhúsnesi til 1897, er heimilið leystist upp. Hann var svo með móður sinni á Þykkvabæjarklaustri 1897-1898, tökubarn þar 1898-1899. Hann var svo með móður sinni í Hraungerði þar 1899-1900. Þá fóru þau að Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, en voru komin að Stakkagerði 1901, en þar var Gyðríður vinnukona.
Guðmundur var hjú í Þorlaugargerði hjá Einari Sveinssyni 1910 og vann við fiskverkun og heyþurrkun.
Hans er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.
Meðal systkina Guðmundar voru:
1. Stefán Árnason yfirlögregluþjónn, f. 31. desember 1892, d. 29. júlí 1977.
2. Sigríður Árnadóttir í Merkisteini, f. 10. apríl 1886, d. 19. september 1972, kona Sigurðar Björnssonar bátasmiðs, en þau voru foreldrar Jóns Ísaks Sigurðssonar lóðs. Síðari maður Sigríðar (1948) var Þorbjörn Arnbjörnsson og var hún seinni kona hans.
3. Árný Sigurðardóttir í Suðurgarði, f. 23. desember 1904, d. 15. október 1977. Hún var hálfsystir Guðmundar, Stefáns og Sigríðar, - af sömu móður.

Guðmundar er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.