„Guðrún Hálfdanardóttir“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 32: | Lína 32: | ||
*''Ljósmæður á Íslandi''. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984. | *''Ljósmæður á Íslandi''. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984. | ||
*Páll Eggert Ólason: ''Íslenzkar æviskrár''. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948-1976. I.47; II.237; III.321; IV.130. | *Páll Eggert Ólason: ''Íslenzkar æviskrár''. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948-1976. I.47; II.237; III.321; IV.130. | ||
*[[Sigfús M. Johnsen]]: ''Saga Vestmannaeyja. '' Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946. I. Bls. 110-112/149. | *[[Sigfús M. Johnsen]]: ''Saga Vestmannaeyja. '' Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946. I. Bls. 110-112/149.}} | ||
}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Ljósmæður]] | [[Flokkur: Ljósmæður]] | ||
[[Flokkur:Fólk fætt á 18. öld]] | [[Flokkur:Fólk fætt á 18. öld]] | ||
[[Flokkur:Fólk dáið á 19. öld]] | [[Flokkur:Fólk dáið á 19. öld]] | ||
[[Flokkur:Ofanbyggjarar]] | [[Flokkur:Ofanbyggjarar]] |
Útgáfa síðunnar 29. júní 2015 kl. 22:11
Guðrún Hálfdánardóttir yfirsetukona var fædd að Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum um 1746 og lézt að Ofanleiti í Eyjum 19. nóvember 1824.
Ætt og uppruni
Foreldrar hennar voru Hálfdán prestur í Eyvindarhólum, f. um 1713, d. 20. maí 1785, Gísla lögréttumanns í Stóru-Mörk Þorlákssonar og síðari konu Gísla, Ingveldar Einarsdóttur prests í Guttormshaga í Holtum Magnússonar. Móðir Guðrúnar yfirsetukonu og kona Hálfdánar var Margrét húsfreyja, f. um 1719, d. í september 1767, Jóns sýslumanns og klausturhaldara að Sólheimum í Mýrdal Þorsteinssonar og konu Jóns, Kristínar laundóttur Árna stúdents Hákonarsonar frá Vatnshorni í Haukadal í Dalasýslu.
Lífsferill
Guðrún nam ekki ljósmóðurfræði svo vitað sé, en gegndi ljósmóðurstörfum í Eyjum um margra ára skeið. Að tillögu landlæknis voru henni árið 1820 greiddir 4 ríkisdalir og 46 skildingar sem umbun fyrir þau störf.
Maki I (1774): Páll Magnússon (prestur) að Ofanleiti, f. 1743, d. 24. maí 1789, sonur Magnúsar bónda í Berjanesi í Landeyjum Magnússonar og konu Magnúsar bónda, Ingibjargar Pálsdóttur frá Steinsmýri í V-Skaft. Þorsteinssonar.
Börn þeirra Páls voru:
- Grímur faktor í Kornhól í Eyjum 1816, síðar prófastur að Helgafelli á Snæfellsnesi, f. 1775, d. 28. marz 1853, kvæntur fyrr (skildu) Sólveigu húsfreyju dóttur Eyjólfs hreppstjóra á Kröggólfsstöðum, síðar Þórunni Ásgrímsdóttur prests að Laugabrekku á Snæfellsnesi.
- Margrét húsfreyja á Staðastað á Snæfellsnesi, f. um 1780, d. 9. febrúar 1821, gift Guðmundi Jónssyni prófasti þar.
- Ingibjörg húsfreyja að Arnarbæli í Ölfusi, f. 22. febrúar 1788, d. 28. maí 1866, gift Jóni Matthíassyni presti þar.
Maki II (1. ágúst 1791): Jón Högnason prestur að Ofanleiti, f. 3. september 1764, d. 12. október 1825, Högna lögréttumanns í Skógum u. Eyjafjöllum, Benediktssonar og konu Högna, Guðnýjar Jónsdóttur lögréttumanns í Selkoti, Ísleifssonar.
Börn: Tvö börn, sem dóu ung.
Meðal niðja þeirra Guðrúnar og Páls voru:
- Jóhanna Eyþórsdóttir húsfreyja, kona Gunnars Ólafssonar alþingismanns, kaupmanns og útgerðarmanns.
- Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja, kona Ólafs Arinbjarnarsonar verzlunarstjóra, foreldra
- Kristins bæjarstjóra í Eyjum, bæjarfógeta í Neskaupstað og fulltrúa sýslumanns í Eyjum og Hafnarfirði og
- Jóhanns Gunnars bæjarstjóra í Eyjum og sýslumanns og bæjarfógeta á Ísafirði.
- Ingibjörg Rannveig Theodórsdóttir Matthiesen kaupkona í Eyjum, gift Jóni Hinrikssyni kaupfélagsstjóra. Börn þeirra voru:
- Hinrik G. Jónsson bæjarstjóri, síðar bæjarfógeti í Neskaupstað og síðast sýslumaður í Snæfells-og Hnappadalssýslu og
- Sigurlaug húsfreyja í Geysi, kona Guðlaugs Gíslasonar bæjarstjóra og alþingismanns.
- Halldór Kolbeins prestur og systir hans
- Þórunn kona Sigurjóns Árnasonar prests.
Heimildir
- Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Einar Bjarnason: Lögréttumannatal. Reykjavík: Sögufélagið, 1952-1955.
- Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
- Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948-1976. I.47; II.237; III.321; IV.130.
- Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946. I. Bls. 110-112/149.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.