„Ólafur Guðjón Hreinsson (París)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ólafur Guðjón Hreinsson(París)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
m (Viglundur færði Ólafur Guðjón Hreinsson(París) á Ólafur Guðjón Hreinsson (París)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 18. apríl 2015 kl. 17:21
Ólafur Guðjón Hreinsson vinnumaður í Batavíu og París fæddist 7. október 1862 í Brandshúsi og lést 28. maí 1890.
Foreldrar hans voru Hreinn Jónsson tómthúsmaður og sjómaður í Brandshúsi, f. 28. nóvember 1821, fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863 og kona hans Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1830, d. 1. júlí 1886.
Systkini Ólafs Guðjóns voru:
1. Ingibjörg Hreinsdóttir húsfreyja á Garðsstöðum og Löndum, f. 13. janúar 1854, d. 18. nóvember 1922, gift Jóni Einarssyni á Garðstöðum. Þau voru m.a. foreldrar Jónínu Jónsdóttur húsfreyju í Steinholti, konu Kristmanns Þorkelssonar, en þau voru foreldrar Karls og Ingibergs Sigurjóns Kristmannssonar, (Inga Kristmanns), og Júlíönu konu Kristjáns Magnússonar málarameistara frá Dal, Þórðarsonar skipstjóra.
2. Jón Hreinsson í Batavíu, f. 14. janúar 1858. Hann var formaður á Blíðu um skeið. Hann fór til Vesturheims með fjölskyldu 1892, kaupmaður í Spanish Fork í Utah.
Hálfsystkini Ólafs Guðjóns, börn móður hans með Guðmundi Ögmundssyni vitaverði í Batavíu:
3. María Friðrika Guðmundsdóttir, f. 3. mars 1868. Hún fór til Vesturheims 1892.
Ólafur Guðjón var með foreldrum sínum og síðan ekkjunni móður sinni í Brandshúsi. 1867 var móðir hans gift Guðmundi og bjuggu þau í Brandshúsi á því ári og -1879, en 1880 var komið Batavíu-nafnið á Brandshús, „Batavía áður Brandshús“. Þau Hildur voru með foreldrum Ólafs Guðjóns í Batavíu 1886.
Sigríður móðir Ólafs Guðjóns dó 1886. Þau Hildur voru í Batavíu 1887, en komin að París 1888.
Ólafur Guðjón dó af „taki“ 1890.
I. Sambýliskona Ólafs Guðjóns var Hildur Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1852, d. 24. febrúar 1942. Hún fór til Vesturheims 1893, varð Magnusson.
Barn þeirra var
1. Sigríður Sesselja Guðný Ólafsdóttir, f. 24. nóvember 1887 í Batavíu. Hún fór til Vesturheims 1893 með móður sinni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.