„Guðlaug Árnadóttir (Ömpuhjalli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðlaug Árnadóttir''' húsfreyja á Vestra-Klasbarða í V-Landeyjum og Brattholtshjáleigu í Stokkseyrarhreppi fæddist 1766 á Leiðvelli í Meðallandi og lést 3. júlí 18...) |
m (Verndaði „Guðlaug Árnadóttir (Ömpuhjalli)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. febrúar 2015 kl. 18:22
Guðlaug Árnadóttir húsfreyja á Vestra-Klasbarða í V-Landeyjum og Brattholtshjáleigu í Stokkseyrarhreppi fæddist 1766 á Leiðvelli í Meðallandi og lést 3. júlí 1834 í dvöl í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Árni Guðmundsson bóndi í Eystra-Fíflholti, f. um 1722, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. um 1730, var á lífi 1801.
Guðlaug var húsfreyja á Klasbarða-vestri 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð.
Hún var komin til Eyja 1831 og var hjá Sigurði syni sínum í Dalahjalli þá og 1832, en „sjálfrar sín“ í Ömpuhjalli 1833.
Hún lést 1834.
Maður Guðlaugar var Sigurður Árnason bóndi, f. 1761, d. 12. september 1825.
Börn þeirra hér voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Hjalli, f. 17. ágúst 1787, d. 10. júlí 1852.
2. Guðríður Sigurðardóttir vinnukona í Stóra-Gerði, húskona í London, f. 1788, d. 8. júní 1866.
3. Sigurður Sigurðsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1802, d. 29. maí 1866.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.