„Erlendur Sigurðsson (Fögruvöllum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Erlendur Sigurðsson''' tómthúsmaður á Fögruvöllum og húsmaður á Kirkjubæ fæddist 16. mars 1841 í Teigssókn og lést 10. desember 187...)
 
m (Verndaði „Erlendur Sigurðsson (Fögruvöllum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. janúar 2015 kl. 15:26

Erlendur Sigurðsson tómthúsmaður á Fögruvöllum og húsmaður á Kirkjubæ fæddist 16. mars 1841 í Teigssókn og lést 10. desember 1873 á Kirkjubæ.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi á Vatnshól í A-Landeyjum, f. á Bjólu í Djúpárhreppi, skírður 25. mars 1804, drukknaði 1843, og barnsmóðir hans Sólveig Halldórsdóttir, síðar húsfreyja á Rauðsbakka u. Eyjafjöllum, f. 3. júlí 1820, d. 26. ágúst 1894.

Erlendur var hjá móðurföður sínum Halldóri Guðmundssyni og síðari konu hans á Kúfhóli í A-Landeyjum 1845 og 1850.
Hann var vinnumaður í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1855 og fluttist þaðan að Ofanleiti 1856, var vinnumaður í Norðurgarði 1857-1863, og þar var Geirlaug vinnukona 1859-1862.
Geirlaug ól þeim andvana sveinbarn á Ofanleiti 1863.
1864 voru þau tómthúsfólk á Fögruvöllum.
Þau giftu sig 1865, búandi á Fögruvöllum. Á því ári fæddist Þorsteinn og Guðmundur 1868. Þau bjuggu áfram á Fögruvöllum til ársins 1871, er þau urðu húsfólk á Kirkjubæ. Þar voru þau til 1873, er Erlendur lést úr limafallssýki (holdsveiki).
Erlendur var í Herfylkingunni.

Kona Erlendar, (13. október 1865), var Geirlaug Þorsteinsdóttir, f. 27. júlí 1834.
Börn þeirra hér:
1. Andvana sveinbarn, f. 9. desember 1863.
2. Þorsteinn Erlendsson, f. 7. ágúst 1865, „léttadrengur frá Jómsborg“, hrapaði í Hamrinum 9. júlí 1880.
3. Guðmundur Erlendsson, f. 16. september 1868, drukknaði með Bjarna í Svaðkoti og þrem öðrum 16. júní 1883.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.