„Magnúsína Magnúsdóttir“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Magnúsína Magnúsdóttir“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 9: | Lína 9: | ||
Maki I, barnsfaðir: [[Tómas Ólafsson]], f. í Holtssókn u. Eyjafjöllum 1869. Foreldrar hans voru Ólafur bóndi í Varmahlíð og síðar á Leirum, f. um 1827, Ólafsson og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, f. um 1828. <br> | Maki I, barnsfaðir: [[Tómas Ólafsson]], f. í Holtssókn u. Eyjafjöllum 1869. Foreldrar hans voru Ólafur bóndi í Varmahlíð og síðar á Leirum, f. um 1827, Ólafsson og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, f. um 1828. <br> | ||
Barn þeirra var: <br> | Barn þeirra var: <br> | ||
[[Magnús Tómasson]] á [[Hrafnabjörg|Hrafnabjörgum]], f. 1896, d. 1977.<br> | #[[Magnús Tómasson]] á [[Hrafnabjörg|Hrafnabjörgum]], f. 11. september 1896 í [[Frydendal]], d. 1. mars 1977.<br> | ||
Maki II (9. desember 1899): Jón Jónsson bóndi og sjómaður, f. 26. apríl 1870. Foreldrar hans voru Jón Hermannsson bóndi í Hvammi í Mjóafirði, f. 25. september 1842, d. 3. marz 1887, Sigurðssonar frá Hesteyri og konu Hermanns, Kristínar Þorvarðardóttur frá Litlu-Vík. Móðir Jóns bónda og sjómanns og kona Jóns Hermannssonar var Rósa húsmóðir, f. 4. marz 1842, Bjarnadóttir bónda á Skálanesi í Vopnafirði, Árnasonar og k.h. Þorbjargar Hinriksdóttur.<br> | Maki II (9. desember 1899): Jón Jónsson bóndi og sjómaður, f. 26. apríl 1870. Foreldrar hans voru Jón Hermannsson bóndi í Hvammi í Mjóafirði, f. 25. september 1842, d. 3. marz 1887, Sigurðssonar frá Hesteyri og konu Hermanns, Kristínar Þorvarðardóttur frá Litlu-Vík. Móðir Jóns bónda og sjómanns og kona Jóns Hermannssonar var Rósa húsmóðir, f. 4. marz 1842, Bjarnadóttir bónda á Skálanesi í Vopnafirði, Árnasonar og k.h. Þorbjargar Hinriksdóttur.<br> | ||
Útgáfa síðunnar 13. desember 2014 kl. 16:44
Magnúsína Magnúsdóttir húsmóðir, húskona fæddist 29. ágúst 1867 í Eyjum og lézt 6. ágúst 1953 í Neskaupstað.
Ætt og uppeldi
Foreldrar hennar voru Magnús Oddsson hafnsögumaður og skipherra, f. 1822, drukknaði í apríl 1867 og síðari kona hans Margrét Magnúsdóttir, f. 9. maí 1831, d, 19. júlí 1900, systir Sigríðar móður Erlendar á Gilsbakka Árnasonar.
Magnúsína fæddist eftir lát föður síns. Hún var með móður sinni fyrstu árin, en hún lét af hendi Kirkjubæjarjörðina til Árna Þórarinssonar og k.h. Steinunnar Oddsdóttur, sem síðar bjuggu á Oddsstöðum. Fluttu þær fyrst í Sjólyst, en síðan að Löndum og í Frydendal. Magnúsína fór að Vesturhúsum 1880 til Guðmundar Þórarinssonar og k.h. Guðrúnar Erlendsdóttur. Síðan var hún kennd við bæinn og kölluð Sína á Vesturhúsum.
Magnúsína varð vinnukona í Dölum og í Garðinum. Hún var svo nokkur ár í Frydendal hjá Sigríði Árnadóttur og Jóhanni J.Johnsen.
Makar og börn
Maki I, barnsfaðir: Tómas Ólafsson, f. í Holtssókn u. Eyjafjöllum 1869. Foreldrar hans voru Ólafur bóndi í Varmahlíð og síðar á Leirum, f. um 1827, Ólafsson og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, f. um 1828.
Barn þeirra var:
- Magnús Tómasson á Hrafnabjörgum, f. 11. september 1896 í Frydendal, d. 1. mars 1977.
Maki II (9. desember 1899): Jón Jónsson bóndi og sjómaður, f. 26. apríl 1870. Foreldrar hans voru Jón Hermannsson bóndi í Hvammi í Mjóafirði, f. 25. september 1842, d. 3. marz 1887, Sigurðssonar frá Hesteyri og konu Hermanns, Kristínar Þorvarðardóttur frá Litlu-Vík. Móðir Jóns bónda og sjómanns og kona Jóns Hermannssonar var Rósa húsmóðir, f. 4. marz 1842, Bjarnadóttir bónda á Skálanesi í Vopnafirði, Árnasonar og k.h. Þorbjargar Hinriksdóttur.
Börn þeirra Jóns og Magnúsínu voru:
- Hermann Viktor sjómaður , f. 29. jan. 1899, drukknaði í Hornafjarðarósi 21. febrúar 1934, kvæntur (1. maí 1923) Önnu Jónsdóttur Ólafssonar í Fjarðarkoti í Mjóafirði. Börn þeirra voru tvö: Guðrún Þorgerður, f. 4. ágúst 1925, býr í Kaliforníu, gift William Engeler. Þau eiga einn son.; Anna Sigríður, f. 23. des. 1931, d. 5. sept. 1937.
- Margrét Valgerður, f. 9. ágúst 1900, d. á fyrsta ári.
- Jóhann Sigurður, f. 9. ágúst 1900, lézt 4 ára í Eyjum.
Maki III (7. júlí 1907): Björn Ásmundsson frosthúsvörður, verkamaður, sjómaður, f. 3. nóvember 1856, d. um 1912-1913.
Foreldrar hans voru: Ásmundur bóndi á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði og síðar á Þúfum í Óslandshlíð þar, f. 1812, d. 1899, Ámundsson bónda á Hverhóli í Skíðadal, Þorleifssonar og konu Ásmundar á Hverhóli, Solveigar Gísladóttur bónda á Brautarhóli í Svarfaðardal, Sigurðssonar. Móðir Björns og kona (1852) Ásmundar á Syðri-Brekkum var Ingibjörg húsmóðir, f. 1828, d. 1902, Þorláks bónda á Syðri-Brekkum, Finnbogasonar og konu Þorláks, Valgerðar Jónsdóttur bónda á Sauðá, Jónssonar.
Börn þeirra Magnúsínu:
- Jóhann, f. 23. apríl 1904, d. 11. maí s. ár.
- Oktavía, f. 1. október 1905, d. 12. ágúst 1972 í Neskaupstað.
Manndómsárin
Barn eignaðist hún með Tómasi Ólafssyni frá Leirum u. Eyjafjöllum, f. 1869, Jón Magnús, síðar á Hrafnabjörgum, f. 1896, d. 1977. Magnús fór í fóstur þriggja vikna gamall til Jóns Jónssonar og k.h. Guðbjargar Björnsdóttur í Gerði og ólst þar upp.
Magnúsína fór til Austfjarða 1897, fyrst til Seyðisfjarðar, en síðan til Mjóafjarðar. Varð hún ráðskona hjá Jóni Jónssyni á Borgareyri þar 1898. Þau giftu sig 1899, en þá höfðu þau flutt í Sandhús. Samvistir þeirra urðu skammar, því að Jón drukknaði 5. október 1901, er bát hans hvolfdi á siglingu. Þau Jón höfðu eignazt 3 börn. Elztur var Hermann Viktor, f. 1899, þá tvíburar fæddir 1900, Margrét Valgerður, sem dó á fyrsta ári og Jóhann Sigurður, sem dó í Eyjum á 4. ári. Eftir lát Jóns flutti Magnúsína til Eyja.
Hún flutti austur öðru sinni 1904, ásamt Hermanni Viktor, og varð vinnukona hjá Konráði Hjálmarssyni kaupmanni og útgerðarmanni frá Brekku í Mjóafirði. Þar kynntist hún Birni Ásmundssyni, f. 1856. Þau eignuðust barn 1904, Jóhann. Hann lézt nokkurra daga gamall. Stúlku eignuðust þau 1905, Oktavíu, sem náði fullorðins aldri. Þau Björn voru í húsmennsku í Kastala í Mjóafirði 1907-1909 og eins á Höfðabrekku þar 1909-1911. Á þessum árum stundaði Björn sjómennsku. Þau fluttust suður í Garð 1911 og ári seinna til Reykjavíkur, en þar andaðist Björn.
Enn flutti Magnúsína til Mjóafjarðar með börnin Hermann Viktor og hálfsystur hans Oktavíu og bjuggu í Friðheimi þar. Þegar Hermann Viktor kvæntist 1923 fluttist Magnúsína til Eyja með Oktavíu dóttur sína.
Í fjórða sinn fluttist Magnúsína til Mjóafjarðar 1927 og dvaldi hjá Hermanni Viktor, syni sínum, í sex ár.
Árið 1933 fluttist Hermann og fjölskylda og Magnúsína þar með til Hafnar í Hornafirði. Hermann fórst þar í fyrsta róðri sínum. Flutti Magnúsína þá til Neskaupstaðar og þaðan enn til Mjóafjarðar 1934, en fór aftur til Neskaupstaðar 1935 og dvaldi þar lengst af síðan.
Vilhjálmur Hjálmarsson alþingismaður og ráðherra frá Brekku í Mjóafirði þekkti Magnúsínu vel. Hann segir: „Magnúsína Magnúsdóttir virðist mér hafa verið kjarkmikil kona, sem ekki lét andstreymi yfirbuga sig, bognaði aldrei. Aldur og ævikjör ristu andlit hennar rúnum og rændu sterkt hár hennar lit sínum. En lengi var grunnt á glettnu bliki í augum þessarar lífsreyndu konu. Því er ekki auðvelt að gleyma”.
Heimildir
- Upphaflega grein ritaði Víglundur Þór Þorsteinsson
- Skagfirzkar æviskrár. Akureyri: Sögufélag Skagfirðinga, 1988. V.11.
- Vilhjálmur Hjálmarsson: Mjófirðingasögur. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1990. III.177-179.
- Þorsteinn Þ. Víglundsson: Sína á Vesturhúsum. Blik, 1965, bls. 210-215.