„Jón Samúelsson (Miðjanesi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Jón Samúelsson (Miðjanesi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 20: | Lína 20: | ||
7. Pétur Jónsson, f. 29. maí 1844, d. 6. júní 1844 úr ginklofa.<br> | 7. Pétur Jónsson, f. 29. maí 1844, d. 6. júní 1844 úr ginklofa.<br> | ||
8. Elías Jónsson, f. 2. júlí 1845, d. 10. júlí 1845 úr ginklofa.<br> | 8. Elías Jónsson, f. 2. júlí 1845, d. 10. júlí 1845 úr ginklofa.<br> | ||
9. Árni Jónsson, f. 23. júlí 1847. | 9. Árni Jónsson, f. 23. júlí 1847, d. 29. júlí 1847 úr ginklofa.<br> | ||
10. Magnús Símon Jónsson, f. 7. janúar 1849, d. 7. júní 1866 úr „hastarlegri heilabólgu“.<br> | 10. Magnús Símon Jónsson, f. 7. janúar 1849, d. 7. júní 1866 úr „hastarlegri heilabólgu“.<br> | ||
11. Páll Jónsson, f. 11. febrúar 1850, d. 19. febrúar 1850 „af barnaveikin“, líklega ginklofi.<br> | 11. Páll Jónsson, f. 11. febrúar 1850, d. 19. febrúar 1850 „af barnaveikin“, líklega ginklofi.<br> |
Útgáfa síðunnar 22. nóvember 2014 kl. 14:41
Jón Samúelsson sjómaður, tómthúsmaður frá Miðjanesi á Reykjanesi í A-Barð. fæddist 1802 á Reykhólum þar og lést 1. júní 1866.
Foreldrar hans voru Samúel Egilsson bóndi í Rúfeyjum, á Reykhólum, og Miðjanesi, hreppstjóri og meðhjálpari, f. 1765 í Rúfeyjum á Breiðafirði, d. 22. febrúar 1852, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir yngri, húsfreyja, f. 1766, d. 4. október 1812.
Jón var með foreldrum sínum í æsku. Hann missti móður sína 1812 og var með föður sínum á Miðjanesi 1816.
Hann fluttist að Löndum í Eyjum 1835, tómthúsmaður frá Reykhólum.
Þau Eva giftust síðla árs 1835, hún þá bústýra hjá honum á Löndum.
Þau bjuggu á Löndum 1835, í Dölum 1837 við fæðingu Páls, í Dalahjalli 1840 með Magnús 9 ára hjá sér, en dóttirin Guðrún hafði látist 1835 úr landfarsótt og 3 börn, sem höfðu fæðst þeim Jóni létust skömmu eftir fæðingu.
1847 missti Eva Magnús son sinn. 1850 var Magnús Símon með þeim þriggja ára, var enn með þeim í Steinshúsi 1860, 12 ára, og lifði móður sína rúma viku.
Eva lést 1866 í Steinshúsi eftir 14 barnsfæðingar og eitt barn á lífi við andlát sitt, en það dó skömmu síðar.
Jón var tómthúsmaður, sjómaður, forsöngvari lengi, lést þrem dögum síðar en Eva 1866.
Kona Jóns (19. nóvember 1835), var Eva Hólmfríður Pálsdóttir húsfreyja frá Kirkjubæ f. 22. janúar 1812 á Brekkum í Holtum í Rangárvallasýslu, d. 28. maí 1866.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 12. ágúst 1834, d. 3. desember 1835 úr landfarsótt.
2. Páll Samúel Jónsson, f. 3. ágúst 1836, d. 10. ágúst 1836 úr „barnaveikinni“, líklega ginklofi.
3. Páll Jónsson, f. 28. september 1837, d. 5. október 1837 úr ginklofa.
4. Elín Rebekka Jónsdóttir, f. 21. júní 1839. Hefur líklega dáið ung.
5. Eva Jónsdóttir, f. 7. ágúst 1841, d. 23. ágúst 1841 úr ginklofa.
6. Geirmundur Jónsson, f. 11. janúar 1843, d. 18. janúar 1843 úr ginklofa.
7. Pétur Jónsson, f. 29. maí 1844, d. 6. júní 1844 úr ginklofa.
8. Elías Jónsson, f. 2. júlí 1845, d. 10. júlí 1845 úr ginklofa.
9. Árni Jónsson, f. 23. júlí 1847, d. 29. júlí 1847 úr ginklofa.
10. Magnús Símon Jónsson, f. 7. janúar 1849, d. 7. júní 1866 úr „hastarlegri heilabólgu“.
11. Páll Jónsson, f. 11. febrúar 1850, d. 19. febrúar 1850 „af barnaveikin“, líklega ginklofi.
12. Samúel Jónsson, f. 10. maí 1853, d. 21. maí 1853 „af barnaveikin“, líklega ginklofi.
Fósturbarn Jóns og barn Evu með Ólafi Guðmundssyni bónda og þjóðhagasmið á Kirkjubæ var
13. Magnús Ólafsson, f. 4. apríl 1831 á Velli í Hvolhreppi, d. 26. september 1847.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.