„Ögmundur Jónsson (Löndum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ögmundur Jónsson''' bóndi og húsmaður fæddist undir Eyjafjöllum 30. desember 1838 og lést 15. nóvember 1905.<br> Foreldrar hans voru Jón Híerónímusson bóndi í Indri...)
 
m (Verndaði „Ögmundur Jónsson (Löndum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2014 kl. 11:24

Ögmundur Jónsson bóndi og húsmaður fæddist undir Eyjafjöllum 30. desember 1838 og lést 15. nóvember 1905.
Foreldrar hans voru Jón Híerónímusson bóndi í Indriðakoti í Holtssókn, f. 14. júlí 1777, d. 18. febrúar 1852, og kona hans Guðlaug Björnsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 1. desember 1791, d. 25. október 1863.

Ögmundur var með foreldrum sínum í æsku, vinnumaður hjá Jóni bróður sínum í Indriðakoti 1855 og 1860.
Hann fluttist til Eyja 1868 og var vinnumaður hjá Bjarna Magnússyni sýslumanni í Nöjsomhed 1870, lausamaður í Gerði 1874, lausamaður á Oddsstöðum 1875-1879. Þangað kom Þuríður Jónsdóttir vinnukona úr Landeyjum 1876 og gerði hann henni barn 1877.
Hann var bóndi á Löndum 1880 með bústýruna Nikólínu Ottadóttur ekkju, húsmaður á Vilborgarstöðum 1881-1889 með sömu bústýru, húsmaður í Háagarði 1890, aftur talinn húsmaður á Vilborgarstöðum 1891 og enn 1895, ókvæntur leigjandi hjá ekkjunni Guðbjörgu Árnadóttur þar 1901.
Ögmundur lést 1905.

Ögmundur kvæntist ekki. Hann hélt bústýru Nikólínu Ottadóttur um árabil. Hún var þá ekkja eftir Vigfús Jónsson í Hólshúsi.

I. Barnsmóðir Ögmundar var Þuríður Jónsdóttir vinnukona, f. 13. desember 1833.
Barn þeirra var
1. Jón Ögmundsson vinnumaður, f. 27. desember 1877, d. 9. mars 1901.


Heimildir