„Guðríður Einarsdóttir (Ólafshúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðríður Einarsdóttir''' húsfreyja í Dölum fæddist 1778 á Búastöðum og lést 5. ágúst 1846.<br> Guðríður bjó í Dölum 1801, en var komi...)
 
m (Verndaði „Guðríður Einarsdóttir (Ólafshúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 19. júní 2014 kl. 17:52

Guðríður Einarsdóttir húsfreyja í Dölum fæddist 1778 á Búastöðum og lést 5. ágúst 1846.
Guðríður bjó í Dölum 1801, en var komin að Ólafshúsum 1804 og að Vesturhúsum 1813 og var þar enn 1816.
Hún var ekkja og fátæklingur í Þorlaugargerði 1835, ekkja og fátæklingur á Miðhúsum 1840 og ekkja og fátæklingur á Kirkjubæ 1845.
Guðríður lést 1846, þá niðursetningur í Gerði.

Maður Guðríðar var Sigurður Árnason bóndi, f. 1774, d. 10. febrúar 1820.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Sigurðsson, f. 27. febrúar 1804, d. 7. mars 1804 úr ginklofa.
2. Sigurður Sigurðsson vinnumaður, f. 23. janúar 1809, d. 19. mars 1845.
3. Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 3. apríl 1813, líklega d. á tímabilinu 1813-1816.


Heimildir