„Ritverk Árna Árnasonar/Ingvar Árnason (Hólshúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
1. Barn þeirra var andvana fætt 2. júni 1889.<br>
1. Barn þeirra var andvana fætt 2. júni 1889.<br>
Ingvar og Gróa ólu upp tvö börn, börn bræðra Ingvars:<br>
Ingvar og Gróa ólu upp tvö börn, börn bræðra Ingvars:<br>
2. [[Helga Kristmundsdóttir (Hólshúsi)|Helgu Kristmundsdóttur]], f. 19. desember 1897, d. 3. maí 1977. Hún var dóttir [[Kristmundur Árnason (Búastöðum)|Kristmundar]] sjómanns, bróður Ingvars og [[Þóra Einarsdóttir (Ormskoti)|Þóru Einarsdóttur]] frá Ormskoti undir Eyjafjöllum, f. 1855, d. 6. mars 1898.<br>  
2. [[Helga Kristmundsdóttir (Hólshúsi)|Helgu Kristmundsdóttur]], f. 19. desember 1897, d. 3. maí 1977. Hún var dóttir [[Kristmundur Árnason (Búastöðum)|Kristmundar]] sjómanns, bróður Ingvars og [[Þóra Einarsdóttir (Nýjabæ)|Þóru Einarsdóttur]] frá Ormskoti undir Eyjafjöllum, f. 1855, d. 6. mars 1898.<br>  
Helga var gift Ormi Ormssyni, stofnanda firmans Ormsbræður hf. Þau gerðust síðar bændur í Hofgörðum í Staðarsveit og Laxárbakka í Miklaholtshreppi, en Ormur gerðist rafvirkjameistari í Borgarnesi 1946-dd. 1965.<br>  
Helga var gift Ormi Ormssyni, stofnanda firmans Ormsbræður hf. Þau gerðust síðar bændur í Hofgörðum í Staðarsveit og Laxárbakka í Miklaholtshreppi, en Ormur gerðist rafvirkjameistari í Borgarnesi 1946-dd. 1965.<br>  
3. [[Bjarni Marinó Einarsson (Hólshúsi)|Marinó Einarsson]], f. 27. september 1900, d. 25. febrúar 1971. Marinó stundað sjó og var kvæntur í Reykjavík. Hann var sonur [[Einar Árnason (Búastöðum)|Einars Árnasonar]].<br>
3. [[Bjarni Marinó Einarsson (Hólshúsi)|Marinó Einarsson]], f. 27. september 1900, d. 25. febrúar 1971. Marinó stundað sjó og var kvæntur í Reykjavík. Hann var sonur [[Einar Árnason (Búastöðum)|Einars Árnasonar]].<br>

Útgáfa síðunnar 21. maí 2014 kl. 15:27

Ingvar Árnason í Hólshúsi.
Ingvar Árnason, Gróa Þórðardóttir kona hans og tvö börn, líklega fósturbörn þeirra, Helga Kristmundsdóttir og Marinó Einarsson.

Kynning.

Ingvar Árnason sjómaður og verkamaður í Hólshúsi fæddist að Berjanesi undir Eyjafjöllum 1. október 1865 og lést í Hólshúsi 9. febrúar 1951.
Foreldrar hans voru Árni Einarsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, síðar á Búastöðum í Eyjum, f. 27. janúar 1827 og kona hans Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 1829.

Ingvar var bróðir Margrétar Árnadóttur húsfreyju í Brekkuhúsi, konu Guðlaugs Sigurðssonar, Einars Árnasonar og Kristmundar Árnasonar föður Helgu í Hólshúsi.

Kona Ingvars var Gróa Þórðardóttir, f. 18. febrúar 1853 að Löndum, d. 9. júní 1935.
1. Barn þeirra var andvana fætt 2. júni 1889.
Ingvar og Gróa ólu upp tvö börn, börn bræðra Ingvars:
2. Helgu Kristmundsdóttur, f. 19. desember 1897, d. 3. maí 1977. Hún var dóttir Kristmundar sjómanns, bróður Ingvars og Þóru Einarsdóttur frá Ormskoti undir Eyjafjöllum, f. 1855, d. 6. mars 1898.
Helga var gift Ormi Ormssyni, stofnanda firmans Ormsbræður hf. Þau gerðust síðar bændur í Hofgörðum í Staðarsveit og Laxárbakka í Miklaholtshreppi, en Ormur gerðist rafvirkjameistari í Borgarnesi 1946-dd. 1965.
3. Marinó Einarsson, f. 27. september 1900, d. 25. febrúar 1971. Marinó stundað sjó og var kvæntur í Reykjavík. Hann var sonur Einars Árnasonar.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Ingvar var mjög hár vexti og þrekinn, enda afburða kraftamaður. Hann var hið mesta ljúfmenni, stilltur og gætinn. Hann var dökkur á brún og brá, nokkuð langleitur og fremur andlitsfríður. Hann var óframfærinn og blandaði sér lítt við almenning, en kurteis og orðvar í daglegri umgengni. Í vinahóp var hann ræðinn og skemmtilegur og góður félagi.
Hann fór snemma að stunda fuglaveiðar og var í mörgum úteyjum, bæði til eggja, fýla og lunda. Hann var veiðimaður allgóður og gætinn í fjallaferðum.
Við Ingvar eru kenndir þessir veiðistaðir: Ingvarsstaðir í Suðurey og Ingvarsstaðir í Álsey. Eru þeir staðir nú að mestu aflagðir, enda sennilegast í vitund fæstra, hvar staðirnir eru, og þess vegna uppgrónir. Ingvar stundaði alls konar vinnu á sjó og landi og var afkastamaður með ágætum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Ýmsir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.