„Björn Hjaltason (Steinsstöðum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Björn Hjaltason''' vinnumaður á Steinsstöðum fæddist 10. júní 1823 í Skarðshjáleigu í Mýrdal og drukknaði 26. mars 1842.<br> Foreldrar hans voru Hja...) |
m (Verndaði „Björn Hjaltason (Steinsstöðum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 19. maí 2014 kl. 11:12
Björn Hjaltason vinnumaður á Steinsstöðum fæddist 10. júní 1823 í Skarðshjáleigu í Mýrdal og drukknaði 26. mars 1842.
Foreldrar hans voru Hjalti Filippusson bóndi í Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. 1781, d. 16. janúar 1825 í Skarðshjáleigu, og kona hans Gyðríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1785, d. 3. janúar 1859 á Vesturhúsum.
Systkini Björns í Eyjum voru:
1. Sveinn Hjaltason bóndi og lóðs á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júní 1879.
2. Sigríður Hjaltadóttir vinnukona í Nýjabæ, f. 9. ágúst 1818.
3. Filippus Hjaltason vinnumaður í Nöjsomhed, f. 12. maí 1820.
4. Eyjólfur Hjaltason á Löndum, sjávarbóndi 1870, bókbindari í Kornhól, f. 19. desember 1821.
Hálfbræður Björns, synir Gyðríðar og Þorkels Jónssonar síðari manns hennar:
5. Jón Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, tómthúsmaður í Grímshjalli, f. 18. september 1826.
6. Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, f. 2. mars 1828, d. 7. mars 1859.
Björn var með foreldrum sínum í Skarðshjáleigu til ársins 1834. Hann var niðursetningur á Kaldrananesi í Mýrdal 1834-1837, léttadrengur á Ytri-Sólheimum þar 1837-1839, en var svo í dvöl í Holti þar 1839-1840.
Hann fluttist til Eyja 1840 úr Mýrdal og varð þá vinnumaður á Steinsstöðum, í Sæmundarhjalli hjá Ellert Schram 1841.
Hann fórst með Ellerti Kristjáni Schram 26. mars 1842, þá vinnumaður í Tómthúsi..
Heimildir
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.