„Guðfinna Guðmundsdóttir (Stakkagerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Guðfinna Guðmundsdóttir (Stakkagerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. maí 2014 kl. 18:47

Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir í Stakkagerði, fæddist 1776 í Rimakoti í A-Landeyjum og lést 27. júní 1832.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Bárðarson bóndi í Rimakoti í A-Landeyjum, síðar á Miðhúsum, f. 1745, d. 1. júlí 1813 og kona hans Þórdís Vigfúsdóttir húsfreyja, síðar á Miðhúsum, f. 1744 á Klasabarða í V-Landeyjum, d. 1. janúar 1840.

Guðfinna var komin til Eyja 1801 og var þar húsfreyja og kona Bergs Brynjólfssonar bónda og hreppstjóra á Gjábakka.
Við manntal 1816 eru þau búsett í Stakkagerði með barninu Vigfúsi.
Þau Bergur skildu 1825.
Hún bjó með Jóni Gíslasyni, sem hafði verið vinnumaður hjá þeim Bergi. Þau réðust til Ofanleitis, þar sem Guðfinna var ráðskona hjá prestinum. Síðar fengu þau að nýta jörðina um skeið. Guðfinna lést 1932.

I. Maður Guðfinnu var Bergur Brynjólfsson bóndi, f. 1766 í Skammadal í Mýrdal, d. 3. febrúar 1840 í Eyjum. Guðfinna var síðari kona hans. Þau eignuðust eitt barn sem komst til manns. Það var:
Vigfús Bergsson bóndi í Stakkagerði, f. 10. júlí 1811, drukknaði 17. nóvember 1842.
II. Sambýlismaður Guðfinnu var Jón Gíslason vinnumaður hjá henni í Stakkagerði, en þau fylgdust að frá 1825. Eftir lát Guðfinnu 1832 kvæntist hann Sesselju Sigurðardóttur ljósmóður. Þau bjuggu í Stakkagerði 1845. Jón var frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, skírður 11. mars 1797, d. 23. desember 1865.
Sjá Bliki 1958: Traustir ættliðir.


Heimildir