„Sigurður Hermannsson (Melstað)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigurður Hermannsson (Melstað)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. maí 2014 kl. 12:16

Sigurður Hermannsson, Melstað, fæddist á Seyðisfirði 15. desember 1884. Sigurður fluttist til Vestmannaeyja árið 1910. Þar var hann vélamaður til ársins 1916. Þá byrjaði hann formennsku á Elliða og hafði formennsku þar í þrjár vertíðir. Þá lét Sigurður ásamt fleirum byggja 14 tonna bát, Njörð og hafði hann formennsku á honum en 22. maí 1920 féll Sigurður fyrir borð og drukknaði.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Sigurður Hermannsson útvegsbóndi og formaður á Melstað fæddist 15. desember 1885 á Melstað í Seyðisfirði og drukknaði 22. maí 1920.
Faðir hans var Hermann bóndi og beykir á Melstað í Seyðisfirði, fór til Vesturheims 1893 frá Sörlastöðum í Seyðisfirði, f. 1847, Ólafssonar bónda í Steinsnesi í Mjóafirði og í Austdal í Seyðisfirði, fór til Vesturheims frá Seyðisfirði 1889, f. 6. júní 1813 í Húsavík eystra, Guttormssonar bónda á Árnastöðum í Loðmundarfirði, f. 18. júní 1791, d. 14. maí 1860, Skúlasonar, og konu Guttorms, Sigþrúðar húsfreyju frá Húsavík eystra, f. 5. ágúst 1788, d. 29. júlí 1866, Ólafsdóttur.

Móðir Hermanns og kona Ólafs í Steinsnesi var Helga húsfreyja frá Brekku í Mjóafirði, f. 29. desember 1825, fór til Vesturheims ásamt Ólafi og fleiri úr fjölskyldunni 1889. Helga og Ólafur eignuðust 11 börn og fóru fimm þeirra vestur.
Helga var frá Brekku í Mjóafirði, Vilhjálmsdóttir bónda á Brekku, f. 1797, d. 17. september 1846, sagður Vilhjálmsson, en faðir var „vafalaust“ (Æ.Au.) Hermann í Firði Jónsson, f. 1749, d. 1837.
Móðir Vilhjálms bónda á Brekku var Helga vinnukona hjá Hermanni í Firði, f. 1764, Einarsdóttir, en kona Vilhjálms á Brekku var Guðrún húsfreyja Konráðsdóttir, f. 1800, d. 16. nóvember 1869 .

Móðir Sigurðar á Melstað og kona Hermanns var Þóra húsfreyja, f. 15. desember 1841 í Húsavíkursókn, d. um 1886, Vigfúsdóttir, ókvænts snikkarasveins á Laxamýri í S-Þing. 1840, snikkara á Laxamýri 1845, sama í Baagöesminde á Húsavík 1850; kvæntur snikkari á prestssetrinu á Húsavík 1860 með konu sinni, Jakobínu Vilhelmínu. Vigfús var fæddur 1809, Kristjánsson frá Naustavík í Þóroddsstaðarsókn í S-Þing., f. 1781, d. 29. júní 1813.
Móðir Þóru Vigfúsdóttur var Þuríður, ógift vinnukona á Laxamýri í S-Þing. 1840, 1845, 1850, gift húsfreyja í Héðinshöfða á Tjörnesi 1855, kona Kristjáns Jóhannessonar bónda, í Garðshorni í Köldukinn 1890, ásamt Kristjáni bónda sínum, dóttur sinni, prestsekkju og börnum hennar. (Hún var ekkja sr. Stefáns Jónssonar á Þóroddsstað í Kinn). Þuríður var fædd 17. apríl 1816, d. 27. nóvember 1891, Bjarnadóttir, f. 1745, d. 1825, Jónssonar.

Kona Sigurðar var Sigrún Jónsdóttir, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978.

Systkinin Þórunn Sigurðardóttir og Þorsteinn Sigurðsson, - frá Melstað.

Börn þeirra Sigrúnar:
1. Þorsteinn Sigurðsson frystihússrekandi, f. 14. nóvember 1913, d. 19. júní 1997, kvæntur Önnu Ólafíu Jónsdóttur húsfreyju frá Hólmi, f. 11. október 1917, d. 9. júlí 2007.
2. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1911, d. 17. janúar 1996, gift Jóni Ólafssyni bankamanni, f. 20. mars 1909, d. 9. mars 1960.
3. Sigríður Sigurðardóttir, f. 26. nóvember 1917, d. 20. júní 1921.

Sigurður á Melstað var fósturbarn á Hánefsstöðum í Seyðisfirði 1890. Þar var faðir hans ekkjumaður og vinnumaður. Hann var fóstursonur húsfreyjunnar þar 1901.
Við manntal 1910 var hann húsbóndi á Sigurðarstöðum í Seyðisfirði með konu sinni Sigrúnu Jónsdóttur húsfreyju.
Þau Sigrún fluttust til Eyja 1910. Þau byggðu Melstað við Faxastíg 8b 1913.
Sigurður hóf sjómennsku. Var hann vélamaður um skeið, en formaður frá 1916. Hann eignaðist með öðrum bátinn v.b. Njörð og var formaður á honum.
Sigurður féll fyrir borð og drukknaði af þeim báti á leið frá Reykjavík til Eyja 22. maí 1922. Slysið átti sér stað á Faxaflóa.

ctr


Njörður VE-220.

Heimildir