„Guðmundur Eiríksson (Smiðjunni)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Guðmundur Eiríksson (Smiðjunni)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 8. maí 2014 kl. 19:37
Guðmundur Eiríksson tómthúsmaður í Smiðjunni, síðar í Fjósi, fæddist 1813 í Skálmarbæ í Álftveri, V-Skaft.
Uppruni hans er ókunnur.
Hann var niðursetningur á Svartanúpi í Skaftártungu 1816-1817 eða lengur, léttadrengur á Mýrum þar 1830-1833/4.
Guðmundur var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1845 og þar var Kristín Björnsdóttir þjónustustúlka.
Þau bjuggu í tómthúsinu Smiðjunni 1850 og 1855.
Kristín lést 1860 og á því ári er Guðmundur kominn í tómthúsið Fjós og er þar með tvö börn þeirra Kristínar, Sigurbjörgu 12 ára og Guðlaugu yngri 6 ára.
Hann finnst ekki 1870.
I. Kona Guðmundar, (21. september 1840), var Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Smiðjunni f. 8. júní 1825 í Eyjum, d. 7. febrúar 1860.
Börn þeirra hér:
1. Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 8. október 1847. Hún var 4. barnið, sem fæddist á Fæðingarstofnuninni. Hún mun hafa dáið ungbarn.
2. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 23. júní 1849, d. 15. mars 1925.
3. Þorkell Guðmundsson, f. 16. desember 1853, d. 7. janúar 1854.
4. Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931. Hún var húsfreyja í Staðarbæ á Kirkjubæ 1910.
II. Barnsmóðir hans var Halldóra Jónsdóttir.
5. Andvana stúlkubarn, f. 25. október 1863.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.