„Bjarni Bjarnason (Hoffelli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Bjarni Bjarnason (Hoffelli)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 23. apríl 2014 kl. 10:58
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Bjarni Bjarnason“
.
Bjarni Bjarnason, Hoffelli, fæddist 15. maí 1885. Bjarni kom ungur til Vestmannaeyja á sjóróðra. Árið 1913 byrjaði Bjarni á Norrönu og var síðan formaður þar, Skarphéðinn 1914 og síðan með Hauk 1915-1918, Stakksárfoss 1920-1921. Bjarni drukknaði við Eiðið í Vestmannaeyjum 16. desember 1924.
Kona hans var Jónína Sigurðardóttir.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Viðbætur við heimildir: Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.
Frekari umfjöllun
Bjarni Bjarnason formaður og útgerðarmaður að Hoffelli hér fæddist 18. maí 1885 og drukknaði við Eiðið 16. desember 1924.
Faðir hans var Bjarni bóndi í Aurgötu í Ásólfsskálasókn undir Eyjafjöllum 1890, f. 1. desember 1832, d. 11. júlí 1900, Jónsson bónda á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi og Refsstöðum í Landbroti, en að síðustu húsmanns á Syðri-Steinsmýri, f. 24. apríl 1797 á Fossi á Síðu, d. 13. október 1829, Bjarnasonar bónda, síðast í Mörk á Síðu, f. 1742 á Núpstað í Fljótshverfi, d. 10. september 1820 í Mörk, Jónssonar, og síðari konu Bjarna í Mörk, (22. júní 1796), Bóelar húsfreyju, f. 1770, d. 22. september 1834 á Seljalandi í Fljótshverfi, Jónsdóttur.
Móðir Bjarna í Aurgötu og kona, (28. maí 1822), Jóns á Syðri-Steinsmýri var Guðný húsfreyja, f. 17. október 1799 á Syðri-Steinsmýri, Árnadóttir bónda á Syðri-Steinsmýri, f. 1765 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, d. 19. ágúst 1846 á Syðri-Steinsmýri, Halldórssonar, og konu, (1796), Árna Halldórssonar, Elínar húsfreyju, f. 1776, d. 4. júlí 1846 á Syðri-Steinsmýri, Jónsdóttur.
Móðir Bjarna á Hoffelli og kona Bjarna í Aurgötu var Guðrún húsfreyja í Aurgötu, f. 1843 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. 9. nóvember 1901 í Aurgötu, Arnoddsdóttir bónda í Nýjabæ og á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, f. 18. september 1796, d. 29. mars 1883, Brandssonar bónda í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, f. 1743, d. 6. maí 1822, Einarssonar, og konu Brands í Drangshlíð, Margrétar húsfreyju, f. 1766, d. 19. febrúar 1853, Arnoddsdóttur.
Móðir Guðrúnar húsfreyju í Aurgötu og síðari kona Arnodds var, (14. júlí 1842), Jórunn húsfreyja, f. 1808 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, Jónsdóttir bónda þar, f. 1760 á Barkarstöðum þar, á lífi 1835, og konu Jóns, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.
Bjarni fluttist til Eyja 1905. Hann var útvegsbóndi, háseti á vélbát, húsbóndi og eigandi Hruna 1910. Við manntal 1920 var hann kvæntur bátsformaður. Hann var þá kominn að Hoffelli með Jónínu og synina Jóhann og Bjarna.
Bjarni fórst við Eiðið 16. desember 1924, er menn voru að leggja af stað út í e.s. Gullfoss á árabát. Þar fórust 8 menn.
Kona Bjarna á Hoffelli var Jónína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. september 1892, d. 27. desember 1988.
Börn Bjarna og Jónínu:
1. Jóhann Bjarnason hafnarvörður, f. 16. október 1913, d. 6. febrúar 1994, kvæntur Oddnýju Bjarnadóttur forstöðukona barnaheimilisins að Sóla, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
2. Bjarni Bjarnason hárskeri, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
3. Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja og sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990, gift Eðvaldi Hinrikssyni sjúkranuddara, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.