„Kristbjörg Gísladóttir (Presthúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristbjörg Gísladóttir''' húsfreyja á Seyðisfirði fæddist 22. ágúst 1853 í Presthúsum og lést 27. janúar 1921. <br> Foreldrar hennar voru [[Gísli Jónsson (Pre...)
 
m (Verndaði „Kristbjörg Gísladóttir (Presthúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 15. mars 2014 kl. 11:33

Kristbjörg Gísladóttir húsfreyja á Seyðisfirði fæddist 22. ágúst 1853 í Presthúsum og lést 27. janúar 1921.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson bóndi, lóðs og hreppstjóri í Presthúsum, f. 11. apríl 1803, d. 28. ágúst 1861 og síðari kona hans Guðrún Valtýsdóttir húsfreyja, f. 1806, d. 6. júní 1866.

Kristbjörg var með fjölskyldu sinni í Presthúsum 1855 og 1860, var 17 ára niðursetningur á Miðhúsum 1870, vinnukona á Ofanleiti 1880.
Hún var húsfreyja á Haraldsstöðum í Seyðisfirði 1890, gift Auðuni Arngrímssyni. Þau áttu þar 2 börn og hann eitt.
Kristbjörg veiktist af holdsveiki og dvaldi á Laugarnesspítala í Reykjavík síðan.
Auðun var til heimilis á Haraldsstöðum 1901. Hann og börnin fóru til Vesturheims.

Maður Kristbjargar, (1885), var Auðun Auðunsson þurrabúðarmaður á Haraldsstöðum, f. 26. apríl 1860, d. 14. mars 1946. Hann fór til Vesturheims 1905.
Börn þeirra hér:
1. Jónína Karen Auðunsdóttir, f. 1. nóvember 1885. Hún fór til Vesturheims 1903, giftist í Kanada.
2. Katrín Auðunsdóttir, f. 28. mars 1890. Hún fór til Vesturheims 1908, giftist þar.
Barn Auðuns og fósturbarn Kristbjargar:
3. Auðun Auðunsson, f. 22. maí 1878. Hann fór til Boston, varð skipstjóri á fiskiskipum og síðan á millilandaskipi í Englandssiglingum.


Heimildir