„Tíli Oddsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 12: | Lína 12: | ||
[[Jónína Árnadóttir (Sjónarhól)|Jónína Árnadóttir]] húsfreyja á [[Sjónarhóll|Sjónarhól]] var dóttir Árna Oddssonar bróður Tíla.<br> | [[Jónína Árnadóttir (Sjónarhól)|Jónína Árnadóttir]] húsfreyja á [[Sjónarhóll|Sjónarhól]] var dóttir Árna Oddssonar bróður Tíla.<br> | ||
Kona Tíla, (28. október 1859), var [[Guðríður Jónsdóttir (Norðurgarði)|Guðríður Jónsdóttir]], f. 1810 á Vogsósum í Selvogsþingum, áður gift, (skildu), [[Einar Jónsson (Kirkjubæ)|Einari Jónssyni]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]].<br> | I. Barn Tíla, sem þá var vinnumaður í [[Landlyst]], með Kristínu Pálsdóttur vinnukonu þar:<br> | ||
1. Páll Tílason, f. 4. desember 1853, d. 21. desember 1853.<br> | |||
II. Kona Tíla, (28. október 1859), var [[Guðríður Jónsdóttir (Norðurgarði)|Guðríður Jónsdóttir]], f. 1810 á Vogsósum í Selvogsþingum, áður gift, (skildu), [[Einar Jónsson (Kirkjubæ)|Einari Jónssyni]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]].<br> | |||
Þau Tíli voru barnlaus.<br> | Þau Tíli voru barnlaus.<br> | ||
Tíli og Guðríður munu hafa haft fremur lítinn búrekstur eins og flestir aðrir í Eyjum á þeim árum, en bætt sér upp með fiskveiðum. Þannig var heildartala lausafjárhundraða í Eyjum haustið 1862 184 ¾ hjá 70 manns. Tíli var með 1 ½ hundrað. Hann taldi fram af lundaveiði 900 af 190.610 veiddum og af fýlaveiði 100 af 21.945 veiddum, en þessar tölur áttu 84 aðilar. <br> | |||
Þeir [[Bjarni Ólafsson (Svaðkoti)|Bjarni Ólafsson]] bóndi í [[Svaðkot]]i, [[Ólafur Bjarnason (Svaðkoti)|Ólafur]] sonur hans, Tíli, [[Guðmundur Erlendsson (Norðurgarði)|Guðmundur Erlendsson]], 15 ára léttadrengur hjá honum, og [[Jón Árnason (Draumbæ)|Jón Árnason]] vinnumaður í [[Draumbær|Draumbæ]], fórust í fiskveiðiferð í blíðuveðri nálægt [[Stórhöfði|Stórhöfða]] 16. júní 1883. Fannst báturinn, á réttum kili, en marandi í kafi, samdægurs vestur af höfðanum og í honum lík Ólafs sonar Bjarna. Talið var að hvalur hefði grandað mönnunum.<br> | Þeir [[Bjarni Ólafsson (Svaðkoti)|Bjarni Ólafsson]] bóndi í [[Svaðkot]]i, [[Ólafur Bjarnason (Svaðkoti)|Ólafur]] sonur hans, Tíli, [[Guðmundur Erlendsson (Norðurgarði)|Guðmundur Erlendsson]], 15 ára léttadrengur hjá honum, og [[Jón Árnason (Draumbæ)|Jón Árnason]] vinnumaður í [[Draumbær|Draumbæ]], fórust í fiskveiðiferð í blíðuveðri nálægt [[Stórhöfði|Stórhöfða]] 16. júní 1883. Fannst báturinn, á réttum kili, en marandi í kafi, samdægurs vestur af höfðanum og í honum lík Ólafs sonar Bjarna. Talið var að hvalur hefði grandað mönnunum.<br> |
Útgáfa síðunnar 31. október 2013 kl. 19:42
Tíli (Thýli) Oddsson sjávarbóndi í Norðurgarði fæddist 6. júní 1832 í Þykkvabæ, V-Skaft. og drukknaði 16. júní 1883.
Faðir hans var Oddur bóndi og meðhjálpari í Þykkvabæ 1845, meðhjálpari að Breiðabólsstað II í Kirkjubæjarklausturssókn 1817, f. 28. júní 1795 að Seglbúðum í Landbroti, d. 23. nóvember 1859, Jónsson bónda og hreppstjóra, lengst á Kirkjubæjarklaustri, f. 1. maí 1758 á Bakka í Öxnadal, Ey., d. 22. september 1840 í Þykkvabæ, Magnússonar bónda á Bakka í Öxnadal, Magnússonar, og konu Magnúsar á Bakka, Sigríðar húsfreyju, f. 1725, d. 1. júní 1793, Bjarnadóttur „gamla“ bónda á Skjaldarstöðum í Öxnadal, Rafnssonar og konu Bjarna „gamla“, Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Móðir Odds í Þykkvabæ og kona Jóns hreppstjóra, (28. júlí 1792), var Guðríður húsfreyja, f. 1772 í Hörgsdal á Síðu, d. 12. nóvember 1860, Oddsdóttir bónda og hreppstjóra í Eystra-Hrauni í Landbroti, f. 1741, d. 14. október 1797, Bjarnasonar, og konu Odds hreppstjóra, Guðlaugar húsfreyju, f. 1750, d. 24. maí 1803, Björnsdóttur.
Móðir Tíla og fyrri kona Odds var Oddný húsfreyja í Þykkvabæ 1845, f. 1787 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 3. september 1851 í Þykkvabæ, Árnadóttir bónda í Hrífunesi, f. 1741 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 16. júní 1811 í Hrífunesi, Árnasonar bónda á Herjólfsstöðum, f. (1705), Jónssonar, og fyrstu konu Árna, Oddnýjar húsfreyju, f. 1707, d. 10. ágúst 1747, Björnsdóttur.
Móðir Oddnýjar í Þykkvabæ og kona Árna í Hrífunesi var Kristín húsfreyja, f. 1758, d. 17. júní 1811, Sigurðardóttir.
Tíli var hjá foreldrum sínum til 1853, fór þá til Eyja, en var vinnumaður á Bakka í Landeyjum 1855.
Hann var orðinn bóndi í Norðurgarði 1860 og var þar til dd. 1883.
Hann var skráður hermaður í Herfylkingunni 1857 og 1859.
Jónína Árnadóttir húsfreyja á Sjónarhól var dóttir Árna Oddssonar bróður Tíla.
I. Barn Tíla, sem þá var vinnumaður í Landlyst, með Kristínu Pálsdóttur vinnukonu þar:
1. Páll Tílason, f. 4. desember 1853, d. 21. desember 1853.
II. Kona Tíla, (28. október 1859), var Guðríður Jónsdóttir, f. 1810 á Vogsósum í Selvogsþingum, áður gift, (skildu), Einari Jónssyni á Kirkjubæ.
Þau Tíli voru barnlaus.
Tíli og Guðríður munu hafa haft fremur lítinn búrekstur eins og flestir aðrir í Eyjum á þeim árum, en bætt sér upp með fiskveiðum. Þannig var heildartala lausafjárhundraða í Eyjum haustið 1862 184 ¾ hjá 70 manns. Tíli var með 1 ½ hundrað. Hann taldi fram af lundaveiði 900 af 190.610 veiddum og af fýlaveiði 100 af 21.945 veiddum, en þessar tölur áttu 84 aðilar.
Þeir Bjarni Ólafsson bóndi í Svaðkoti, Ólafur sonur hans, Tíli, Guðmundur Erlendsson, 15 ára léttadrengur hjá honum, og Jón Árnason vinnumaður í Draumbæ, fórust í fiskveiðiferð í blíðuveðri nálægt Stórhöfða 16. júní 1883. Fannst báturinn, á réttum kili, en marandi í kafi, samdægurs vestur af höfðanum og í honum lík Ólafs sonar Bjarna. Talið var að hvalur hefði grandað mönnunum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Blik 1961, Hjónin í Svaðkoti.
- Blik 1957, Gömul skjöl.
- Saga Vestmannaeyja.
- Íslendingabók.is.