Guðmundur Erlendsson (Norðurgarði)
Guðmundur Erlendsson léttadrengur í Norðurgarði fæddist
16. september 1868 og drukknaði 16. júní 1883.
Foreldrar hans voru Erlendur Sigurðsson tómthúsmaður á Fögruvöllum og húsmaður á Kirkjubæ, f. 16. mars 1841, d. 10. desember 1873, og kona hans Geirlaug Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1834, d. 22. mars 1919.
Guðmundur var með foreldrum sínum á Fögruvöllum til 1871, með þeim í húsmennsku á Kirkjubæ 1872-1873.
Faðir hans lést í desember 1873. Móðir hans var vinnukona á Vesturhúsum 1874 og þar var hann léttadrengur. Hún var vinnukona á Ofanleiti 1875 og hann þar léttadrengur. Hann var niðursetningur í Þorlaugargerði 1876 og 1877.
Guðmundur var niðursetningur hjá Tíla Oddssyni og Guðríði Jónsdóttur í Norðurgarði 1878 til 1882, léttadrengur þar við andlát 1883.
Hann drukknaði ásamt Tíla og þrem öðrum 16. júní 1883 vestur af Höfðanum.
Þeir, sem fórust, voru:
1. Bjarni Ólafsson bóndi í Svaðkoti.
2. Ólafur sonur hans.
3. Tíli Oddsson bóndi í Norðurgarði.
4. Guðmundur Erlendsson, 15 ára léttadrengur hjá honum.
5. Jón Árnason vinnumaður í Draumbæ.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.