„Bjarni Magnússon (Stakkagerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Bjarni Magnússon''' tómthúsmaður og sjómaður í Ottahúsi, Stakkagerði og Kirkjubæ fæddist 13. febrúar 1814 á Geirlandi á Síðu, fórst með [[Bl...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:


Börn þeirra 1850:<br>
Börn þeirra 1850:<br>
1. [[Hugbjörg Bjarnadóttir (Ottahúsi)|Hugborg Bjarnadóttir]], f. um 1846.<br>
1. [[Hugbjörg Bjarnadóttir (Ottahúsi)|Hugborg Bjarnadóttir]], f. 29. nóvember
1846, d. 23. apríl 1851.<br>
2. [[Rannveig Bjarnadóttir (Ottahúsi)|Rannveig Bjarnadóttir]], f. um 1847.<br>
2. [[Rannveig Bjarnadóttir (Ottahúsi)|Rannveig Bjarnadóttir]], f. um 1847.<br>
Þær eru ekki með þeim 1860.<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].

Útgáfa síðunnar 25. október 2013 kl. 20:55

Bjarni Magnússon tómthúsmaður og sjómaður í Ottahúsi, Stakkagerði og Kirkjubæ fæddist 13. febrúar 1814 á Geirlandi á Síðu, fórst með Blíð 26. febrúar 1869.
Faðir hans var Magnús bóndi og húsmaður víða, en bóndi síðast á Kárastöðum í Landbroti, f. 1770, d. 23. júlí 1845, Jónsson, bónda í Hrútsstaðahjáleigu í Flóa, Þórarinssonar bónda og hreppstjóra á Hæringsstöðum í Stokkseyrarhreppi, f. 1687, Sigurðssonar, og konu Þórarins, Guðrúnar Björnsdóttur.
Móðir Magnúsar var Þorkatla, f. 1740, d. 1. febrúar 1818 á Heiði á Síðu, Sveinsdóttir.

Móðir Bjarna í Stakkagerði og kona Magnúsar Jónssonar var Rannveig húsfreyja, f. 1780 á Skaftárdal, d. 31. ágúst 1865 á Sléttabóli á Brunasandi í Hörglandshreppi, Sigurðardóttir bónda á Skaftárdal, f. 1737 þar, d. 31. ágúst 1885 þar, Sverrissonar bónda þar, f. 1687, Árnasonar, og konu Sverris, Rannveigar húsfreyju, f. 1700, líklega Jónsdóttur (V-Skaftf.).
Móðir Rannveigar og kona Sigurðar á Skaftárdal var Kolfinna húsfreyja, f. 1743 á Breiðabólsstað á Síðu, d. 18. desember 1819, Björnsdóttir bónda í Skál og Breiðabólsstað á Síðu, f. 1701, Eyjólfssonar, og ókunnrar konu Björns.

Bjarni var með foreldrum sínum, bændum á ýmsum bæjum, til ársins 1837. Hann var vinnumaður í Mörk 1837-1838, á prestsetrinu í Holti u. Eyjafjöllum 1840, en fór því næst til Eyja.
Hann var sjómaður í Ottahúsi 1845 með konu og tengdamóður sinni, tómthúsmaður þar 1850 með konu og tveim dætrum, þriggja og fjögurra ára, og Katrínu tengdamóður sinni.
Við manntal 1860 var hann húsbóndi í Stakkagerði með konu sinni, vinnukonu og tökubarni, en dætur hans voru þar ekki.
Hann bjó á Kirkjubæ við andlát 1869, og þar var Þóra ekkja hans niðursetningur 1870.

Kona Bjarna, (9. nóvember 1843), var Þóra Jónsdóttir húsfreyja í Ottahúsi, Stakkagerði og Kirkjubæ, f. 1808 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, var á lífi 1870.

Börn þeirra 1850:
1. Hugborg Bjarnadóttir, f. 29. nóvember 1846, d. 23. apríl 1851.
2. Rannveig Bjarnadóttir, f. um 1847.


Heimildir