„Helgi Guðmundsson (Dalbæ)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Helgi Guðmundsson“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''''<big>Kynning.</big>''''' | [[Mynd:Helgi Guðmundsson (Dalbæ).jpg|250px|thumb|''Helgi Guðmundsson í Dalbæ.]] | ||
'''''<big>Kynning.</big>'''''<br> | |||
'''Helgi Guðmundsson''' formaður og útgerðarmaður í [[Dalbær|Dalbæ]] fæddist 9. júlí 1870 og lést 11. mars 1924.<br> | '''Helgi Guðmundsson''' formaður og útgerðarmaður í [[Dalbær|Dalbæ]] fæddist 9. júlí 1870 og lést 11. mars 1924.<br> | ||
Faðir Helga var Guðmundur bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 28. júlí 1840, d. 23. febrúar 1885, varð bráðkvaddur í tröðunum heim að [[Stakkagerði]], (en [[Jón Guðmundsson (Seljalandi)|Jón]] bróðir Helga í Dalbæ, (Jón á [[Seljaland]]i), varð bráðkvaddur niðri í fiskikró), Helgason bónda í Steinum 1845, f. 1795 í Kálfhaga í Kaldaðarnessókn, d. 10. apríl 1863, Guðmundssonar bónda í Kálfhaga 1801, f. 1752, d. 7. maí 1824, Jónssonar og 2. konu Guðmundar í Kálfhaga.<br> | Faðir Helga var Guðmundur bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 28. júlí 1840, d. 23. febrúar 1885, varð bráðkvaddur í tröðunum heim að [[Stakkagerði]], (en [[Jón Guðmundsson (Seljalandi)|Jón]] bróðir Helga í Dalbæ, (Jón á [[Seljaland]]i), varð bráðkvaddur niðri í fiskikró), Helgason bónda í Steinum 1845, f. 1795 í Kálfhaga í Kaldaðarnessókn, d. 10. apríl 1863, Guðmundssonar bónda í Kálfhaga 1801, f. 1752, d. 7. maí 1824, Jónssonar og 2. konu Guðmundar í Kálfhaga.<br> |
Útgáfa síðunnar 24. september 2013 kl. 15:15
Kynning.
Helgi Guðmundsson formaður og útgerðarmaður í Dalbæ fæddist 9. júlí 1870 og lést 11. mars 1924.
Faðir Helga var Guðmundur bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 28. júlí 1840, d. 23. febrúar 1885, varð bráðkvaddur í tröðunum heim að Stakkagerði, (en Jón bróðir Helga í Dalbæ, (Jón á Seljalandi), varð bráðkvaddur niðri í fiskikró), Helgason bónda í Steinum 1845, f. 1795 í Kálfhaga í Kaldaðarnessókn, d. 10. apríl 1863, Guðmundssonar bónda í Kálfhaga 1801, f. 1752, d. 7. maí 1824, Jónssonar og 2. konu Guðmundar í Kálfhaga.
Móðir Guðmundar Helgasonar og kona Helga í Steinum var Margrét húsfreyja í Steinum 1845, f. 10. maí 1798, d. 23. júlí 1890, Jónsdóttir bónda í Björnskoti undir Eyjafjöllum 1801, Björnssonar og konu Jóns Björnssonar, Geirlaugar Gottsveinsdóttur húsfreyju, f. 1760, d. 11. október 1825.
Móðir Helga í Dalbæ og kona Guðmundar Helgasonar var Margrét húsfreyja í Steinum, f. 3. október 1840, d. 2. júlí 1905, Eiríksdóttir bónda á Lambhúshóli undir Eyjafjöllum 1845, f. í Skálakoti 30. júní 1787, d. 6. október 1848, Einarssonar bónda í Miðskála 1801, f. 1758, d. 4. september 1819, Sighvatssonar og konu Einars, Guðrúnar húsfreyju, f. 1759, d. 11. júlí 1843, Eiríksdóttur.
Móðir Margrétar í Steinum og kona Eiríks á Lambhúshóli var Margrét húsfreyja á Lambhúshóli 1840, skírð 29. september 1799 í Efra-Hólakoti, d. 13. júní 1873, Eyjólfsdóttir, og konu Eyjólfs, Margrétar húsfreyju í Efra-Hólakoti u. Eyjafjöllum 1801, f. 9. október 1769 á Harða-Velli u. Eyjafjöllum, Pétursdóttur.
Móðir Helga í Dalbæ, Margrét Eiríksdóttir, var systir Eyjólfs föður þeirra systkina Rósu í Þorlaugargerði, Jóels á Sælundi, Guðjóns á Kirkjubæ, Gísla á Búastöðum og Margrétar í Gerði.
Guðmundur, faðir Helga í Dalbæ, var bróðir Jóns í Steinum, föður Sveins Jónssonar, (Sveins gamla í Völundi), smiðs á Sveinsstöðum, Helga Jónssonar í Steinum og Ísleifs Jónssonar í Nýjahúsi.
Kona Helga í Dalbæ (1894) var Þóra Jónsdóttir, f. 17. júní 1868 í Mýrdal, d. 11. mars 1965. <br
Börn Helga og Þóru voru:
1. Guðjón, f. 6. nóvember 1894 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, d. í mars 1918, fórst með flutningaskipinu Rigmor.
2. Rannveig Jóhanna, f. 3. febrúar 1898 á Vestdalseyri, d. 22. apríl 1956, gift Óskari Bjarnasen.
3. Margrét, f. 10. október 1902 í Eyjum, d. 16. júní 1916.
4. Jónína Guðný, f. 27. janúar 1909 í Eyjum, d. 25. september 1999, gift Guðmundi Ketilssyni.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Helgi var meðalmaður á hæð, nokkuð þrekinn um herðar, en annars spengilega vaxinn, skolhærður, ljós yfirlitum, fremur prúður, mikið yfirvaraskegg, loðnar augabrúnir.
Fremur var Helgi daufur í daglegri umgengni, en átti þó til að vera skemmtinn og ræðinn í sínum hóp. Hann var dagfarsprúður maður, heldur til baka, stilltur og gætinn.
Hann var þó nokkuð listhneigður maður, fékkst þó nokkuð við leiklist og lék t.d. mjög lengi Sigurð bónda í Dal í leikritinu „Skuggasveinn“ o.fl.
Formaður var hann, t.d. á mb. Austra VE-99. Þótti hann góður formaður, allmikill aflamaður og vellátinn af mönnum sínum.
Helgi var nokkuð til lundaveiða, en var þó vart meir en meðalveiðimaður. Hann var gætinn í því starfi, góður samfélagi, en fremur daufgerður. Hann hélt mjög af að veiða „á Hellunni“ í Álsey, sem er á brúninni upp af Siggafleskekkjum. Helgi var enginn ofstopamaður og hann var vinur vina sinna.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Helgi Guðmundsson
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.