„Ritverk Árna Árnasonar/Óskar Kárason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''''<big>Kynning.</big>''''' '''Óskar Kárason''' múrarameistari, byggingafulltrúi frá Presthúsum fæddist 9. ágúst 1905 og lést 2. maí 1970.<br> Foreldrar ha...)
 
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Óskar Kárason“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2013 kl. 14:46

Kynning.

Óskar Kárason múrarameistari, byggingafulltrúi frá Presthúsum fæddist 9. ágúst 1905 og lést 2. maí 1970.
Foreldrar hans voru Kári Sigurðsson bóndi í Presthúsum, f. 12. júlí 1880 í Selshjáleigu í V-Landeyjum, d. 10. ágúst 1925, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1879 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 25. mars 1965 í Reykjavík.

Kona Óskars Kárasonar var Anna Jesdóttir, f. 2. desember 1902 að Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum, d. 18. september 1994.

Börn Óskars og Önnu eru:
1. Ágústa, f. 3. febrúar 1930.
2. Kári, f. 25. júlí 1931.
3. Þórir, f. 19. september 1934.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Óskar Kárason er lágur vexti, en þrekinn, skolhærður, breiðleitur, en ljós yfirlitum. Hann er léttur í skapi, en bregður þó fyrir nokkuð þungri skapgerðar framkomu, en yfirleitt kátur, og í sínum hóp er hann hrókur fagnaðar, ræðinn, fróður og skemmtilegur. Lætur fjúka í kviðlingum.
Hann var veiðimaður góður, en hefir nú dregist nokkuð aftur úr vegna þjálfunarskorts. Hann hefir verið í Elliðaey, Álsey og Hellisey og nokkuð á heimalandi.
Lífsstarf Óskars er múrverk, sem hann er meistari í og er nú byggingafulltrúi bæjarins. Óskar er hagmæltur vel og hefir gefið út eitt kver, „Formannavísur úr Eyjum“. Annað kver af formannavísum gaf hann út í apríl 1957, mest dróttkveðnar vísur og þungar. Hann var góður veiðimaður, kappsfullur og fylginn sér.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Óskar Kárason


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir