„Gísli Lárusson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
===Eiginkona og afkomendur=== | ===Eiginkona og afkomendur=== | ||
Eiginkona hans var [[Jóhanna Sigríður Árnadóttir]], dóttir [[Árni Diðriksson|Árna Diðrikssonar]] í Stakkagerði og konu hans, [[Ásdís Jónsdóttir|Ásdísar Jónsdóttur]] frá Djúpavogi. Jóhanna var forstöðukona [[Kvenfélagið Líkn|Kvenfélagsins Líknar]]. | Eiginkona hans var [[Jóhanna Árnadóttir (Stakkagerði)|Jóhanna Sigríður Árnadóttir]], dóttir [[Árni Diðriksson|Árna Diðrikssonar]] í Stakkagerði og konu hans, [[Ásdís Jónsdóttir|Ásdísar Jónsdóttur]] frá Djúpavogi. Jóhanna var forstöðukona [[Kvenfélagið Líkn|Kvenfélagsins Líknar]]. | ||
Börn Gísla og Jóhönnu sem komust upp voru: [[Árni Gíslason|Árni]] kaupmaður, [[Georg Gíslason|Georg]] kaupmaður, [[Theódóra Gísladóttir|Theódóra]], flutti til Bandaríkjanna en lést 1920 úr spönsku veikinni, [[Lárus Gíslason|Lárus]] og [[Kristín Gísladóttir|Kristín]], kona Bjarna Sighvatssonar bankaritara í Reykjavík og um tíma bankastjóra í Vestmannaeyjum. | Börn Gísla og Jóhönnu sem komust upp voru: [[Árni Gíslason|Árni]] kaupmaður, [[Georg Gíslason|Georg]] kaupmaður, [[Theódóra Gísladóttir|Theódóra]], flutti til Bandaríkjanna en lést 1920 úr spönsku veikinni, [[Lárus Gíslason|Lárus]] og [[Kristín Gísladóttir|Kristín]], kona Bjarna Sighvatssonar bankaritara í Reykjavík og um tíma bankastjóra í Vestmannaeyjum. |
Útgáfa síðunnar 11. janúar 2013 kl. 13:26
Gísli Lárusson fæddist 16. febrúar 1865 á Kornhóli í Vestmannaeyjum og lést 27. september 1935. Hann var bóndi, gullsmiður og útgerðarmaður í Stakkagerði. Foreldrar hans voru Lárus Jónsson hreppstjóri og Kristín Gísladóttir.
Gísli nam gullsmíði og tók sveinsbréf 1885. Hann starfaði sem gullsmiður og úrsmiður í Eyjum. Jafnframt var hann bóndi í Stakkagerði, formaður á áraskipinu Frið og fróðleiksmaður. Hann var fjölfróður um sögu byggðarlagsins og sérstaklega um dýralífið í sjónum kringum Eyjarnar og fuglalífið í björgum þeirra. Gísli tók saman mikið örnefnasafn sem hefur verið varðveitt í handritasafni Fornleifafélagsins og hjá Örnefnastofnun Íslands. Þetta örnefnasafn hans var notað m.a. af Þorkeli Jóhannessyni sem tók saman rit um Örnefni í Vestmannaeyjum. Hluti Örnefnasafns Gísla birtist einnig hér víða á þessum vef.
Hann átti sæti í hreppsnefnd og sýslunefnd, var í stjórn ýmissa félaga í Vestmannaeyjum s.s. Ísfélags, Björgunarfélags, togarafélagsins Draupnis og kaupfélagsins Herjólfs. Hann var framkvæmdastjóri kaupfélagsins Bjarma í 10 ár. Hann var einn af stofnendum Framfarafélags Vestmannaeyja
Gísli var meðlimur Góðtemplarareglunnar í 50 ár.
Eiginkona og afkomendur
Eiginkona hans var Jóhanna Sigríður Árnadóttir, dóttir Árna Diðrikssonar í Stakkagerði og konu hans, Ásdísar Jónsdóttur frá Djúpavogi. Jóhanna var forstöðukona Kvenfélagsins Líknar.
Börn Gísla og Jóhönnu sem komust upp voru: Árni kaupmaður, Georg kaupmaður, Theódóra, flutti til Bandaríkjanna en lést 1920 úr spönsku veikinni, Lárus og Kristín, kona Bjarna Sighvatssonar bankaritara í Reykjavík og um tíma bankastjóra í Vestmannaeyjum.
Heimildir
- Páll Eggert Ólason. Íslenskar æviskrár, frá landnámstímum til ársloka 1940, V. bindi. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1952.
- Ýmsir. Gullsmiðatal 1991, Reykjavík, Félag íslenskra gullsmiða, 1991.
- Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik, Ársrit Vestmannaeyja 1972, Vestmannaeyjum, Þorsteinn Þ. Víglundsson, 1972.