„Blik 1936, 1. tbl./Ávarp“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Blik 1936/Ávarp færð á Blik 1936, 1. tbl./Ávarp) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 2. október 2010 kl. 17:09
Blik 1936, 1. tbl.
Blik 1936, 1. tbl. |
---|
|
ÁVARP
Málfundafélag gagnfræðaskólans hefir nú ráðizt í að gefa út smárit, sem hér ber fyrir sjónir almennings. Ritið ræðir hin mestu nauðsynjamál æskunnar hér. Hver er sá æskumaður, sem hér hefir alizt upp, og ekki ann Eyjunum og óskar þeim alls hins bezta? En það er fremur léttvægt að óska, ef ekkert er að hafzt. Við viljum öll leggja hönd á plóginn, og gera það litla, sem í okkar valdi stendur, til þess að reyna að afstýra því, að vínflóðið skoli burt hinni mannvænlegu æsku, sem hér elst upp, og eyðileggi hana. Við viljum svo innilega geta hjálpað félögum okkar, eldri og yngri, til að megna að spyrna gegn áhrifum sollsins og eiturlyfjanna, og vakið þá til skilnings á gagnsemi aukinnar hagnýtrar fræðslu, bindindis, íþróttum og öðru því, sem auka má manngildi okkar æskumannanna og efla hróður eyjunnar okkar. Það, sem okkur skortir mest, eru góð áhugamál, sem leiða huga okkar frá illum félagsskap og því, sem honum fylgir. Það er heitasta ósk okkar, sem að þessu blaði stöndum, að hin uppvaxandi kynslóð láti sér aldrei áfengi um munn fara, eða komi öðrum til þess, heldur gangi í bindindi og efli dáð og drengskap meðal þjóðarinnar, svo hún megi vaxa að veg og virðingu. Við vonum, að Eyjabúar taki blaðinu okkar vel, kaupi það og lesi, og taki viljann fyrir verkið.
Í stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum
Vinsamlegast
_________________________
- Ábyrg ritstjórn:
- Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.
- Eyjaprentsmiðjan h.f.