„Blik 1958/Ýmislegt úr Eyjum, myndir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Blik 1958/Ýmislegt úr Eyjum, myndir“ [edit=sysop:move=sysop])
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. mars 2010 kl. 20:24

Efnisyfirlit 1958



Ýmislegt úr Eyjum



Fyrir atbeina bæjarstjórnar hefir verið hlynnt að ýmsum gömlum minjum hér á Heimaey á s.l. árum. Myndin hér að ofan minnir á nokkuð af þessu góða starfi.
Varðan til vinstri er hin nýja „Hvíldarvarða“, hlaðin 1956.
Varðan til hœgri er hin nýja varða á Gjábakkatúninu (1956). Þar stóð frá því um 1890 grjótvarða með stöng. Á stönginni var sjómönnum Eyja gefið til kynna, hvort Leiðin vœri fœr eða ófœr skipum. Vœri hún ófœr, voru tvö flögg dregin að húni á Gjábakkavörðunni. Væri hún viðsjárverð, var eitt flagg látið nœgja.
Fyrir 1890 voru merki þessi gefin á stöng, sem stóð á Skansinum. Þar þóttu merkin sjást of seint, og þess vegna var stöngin fœrð austur með höfninni.
Á s.l. ári lét bœjarstjórn hlaða upp veggi Vilpu, hins forna vatnsbóls Austurbyggja á Heimaey. Hluta af nýju veggjunum sjáum við til h. á efri myndinni.
Neðri myndin frá vinstri: Magnús Jónsson, hinn kunni grjóthleðslumaður í Eyjum, vinnur þarna að hleðslu á Vilpuveggjunum. Hann hefir líka hlaðið vörðurnar. Magnús er á níræðisaldri. Og þrátt fyrir hinn háa aldur, vinnur hann sem sé enn að grjóthleðslu af miklu þreki og léttu skapi. Haft er eftir Magnúsi, þegar eitt sinn var rœtt við hann um aldur hans, að hann byggist jafnvel við, að lifa það ekki af að deyja.
Víða í hrauni Heimaeyjar gefur að líta sérkennilegar myndir. Myndin í miðið er af „bangsa“ á Hrafnaklettum.
Lengst til hœgri er mynd af einum kunnasta borgara Eyjanna, sem áður var ás og hjól í vissum þætti í skemmtanalífinu. Þegar „Grósi“ var við lýði og skemmti lýði og löndum Jóns. „Bilar ei hót, þótt bragði tár.“

Þ.Þ.V.



SVEINSSTAÐIR í EYJUM.
Sveinsstaði byggði Sveinn Jónsson trésmiður 1893. Sveinn var fæddur að Steinum undir Eyjafjöllum 19. april 1862. Kona Sveins var Guðrún Runólfsdóttir frá Grindavík, f. 26. nóv. 1862.
Á myndinni f.v.:
1. Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, með (2) Ársæl Sveinsson (f. 31. des. 1893), son þeirra hjóna, í keltu sér. Ársæll er nú einn af kunnustu útgerðarmönnum hér í Eyjum og er nú forseti bœjarstjórnar Vestmannaeyja.
3. Sveinn Jónsson trésmiður.
4. Sveinn Magnús Sveinsson, kenndur við Völund í Reykjavik og var eigandi hans, f. 19. okt. 1891.
5. Júlíana Sveinsdóttir listmálari, f. 1. júli 1889.
6. Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. jan. 1887.
Fimmta barn þeirra hjóna er Sigurður bifreiðarstjóri og kaupmaður hér í Eyjum, f. 1898.


ctr

Láttu mig þræða í hjá þér, Gróa mín.
(Ljósm. Edelstein)